Fara í efni

Ertu bara að nota eina tegund af salti?

Ertu bara að nota eina tegund af salti?
Hver hefði trúað því að einfaldur hlutur eins og salt gæti verið svona flókinn? 
En það eru svo margar tegundir til, en hvaða gerðir þurfum við að eiga í búrinu? 

 

 

 

 

 

Ef þú heldur að salt sé eitthvað sem þú þarft bara eina tegund af, þá er líklegt að þú hafir rangt fyrir þér. 
Það eru svo margar gerðir til og þú getur notað fleiri en eina í einu.  Ef þú vilt bæta fleiri tegundum við salt listann þá er helling að finna í kryddhillum verslana. Sérstök krydduð sölt 
geta verið fín leið til að bæta við smá bragðskoti eða smá áferð þegar þeim er bætt sem skrauti í lok eldunar.  

En hvað með næringarefnin? 

Aðalnæringarefnið sem við fáum frá salti er natríum. Þetta er steinefni sem gegnir mikilvægu hlutverki 
við vökvajafnvægi í líkamanum og einnig gegnir það hlutverki í tauga- og vöðvastarfsemi.  

Þar sem salt inniheldur mikið af natríum er mælt með því að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar 
haldi daglegri neyslu í kringum 2.300 mg (af natríum á dag). Ekki þarf að hafa áhyggjur af því
að sjávarsalt er ekki joðað.  Joð er í fjölbreyttum mat, svo sem fiski, þangi, allskonar sjávar-grænmeti og eggjum. 

Í raun ættir þú ekki að vera að leita að salti sem uppsprettu næringarefna (annað en natríum) Þó að sjávarsalt sé oft notað vegna steinefnainnihalds þá er betra að fá þessi næringarefni frá öðrum
matvælum frekar en að treysta á salt. Til að koma til móts við þessar þarfir myndirðu þurfa að
borða mikið af salti, sem myndi hafa skaðleg áhrif.“ 

Af hverju er litið á salt sem óholla fæðu? 

Salt kemur ekki vel út vegna tengslanna milli mikils magns natríuminntöku og 
hjarta- og æðasjúkdómaáhættu, en vegna þessara tenginga gleymir fólk stundum að natríum 
er algerlega nauðsynlegt daglega. 

„Það eru færri tækifæri en þú gætir haldið að neyta náttúrulegra uppspretta natríums í fæðunni, 
en því miður eru margir að neyta of mikils magn af unnum matvælum (með fullt af viðbættu natríum), 
svo það er ekki næringarefni áhyggjuefni fyrir flesta. Reyndar, ef þú borðar hreint, hollt fæði og leggur áherslu á ávexti, grænmeti og belgjurtir, þá er vissulega mögulegt að 
neyta ekki nægilega mikils natríums. "  

Fyrir utan saltið þá er hafið besta uppspretta joðs. Helstu fæðuuppsprettur joðs eru fiskur, þang, 
rækjur og sjávarfang almennt, mjólkurafurðir og joðað salt." 

Að lokum 

Í grundvallaratriðum er kominn tími til að hætta að hugsa um salt sem eina tegund af matarsalti: Að hafa nokkra möguleika í búrinu sem passa við mismunandi notkun getur hjálpað 
til við að gera matreiðsluna þína meira spennandi.   

Í stað þess að leggja áherslu á að velja salt vegna næringarefnana, vertu þá viss um að ofgera þér ekki á natríum — og leitaðu síðan að öðrum vítamínum og næringarefnum eins og joði úr öðrum matvælum. 

 Heimild : mindbodygreen