Ertu búinn að ná þér - hugleiðing dagsins
HVERT FÖRUM VIÐ ÞEGAR VIÐ VEIKJUMST?
Þegar við liggjum veik erum við oft spurð hvort við séum búin að ná okkur.
Þessi spurning felur í sér að tungumálið veit sannleikann um veikindi. Tungumálið veit að sá sem er veikur er fjarverandi. Fjarri sjálfum sér. Af hverju ætti sá veiki annars að þurfa að „ná sér“? Á ensku er sjúkdómur kallaður „disease“, sem þýðir einfaldlega óróleiki eða ójafnvægi, enda segjum við oft við fólk: „Þú þarft að jafna þig.“ Þú þarft að komast í jafnvægi.
Eini veikleikinn sem ég hef kynnst hingað til er þessi – ég vil ekki vera eins og ég er.
Á meðan þetta ástand ríkir er ég að afneita mér og ég nota til þess alla mína orku:
Ég vil ekki vera eins og ég er.
Ég vil ekki vera með mér.
En ... ég ætla að vera með mér þegar ... þá ætla ég ...
En loksins þegar þegar kemur ... þá verð ég búinn að gleyma öllum fögru loforðunum og ýti hamingjunni enn á undan mér, eins og áður.
Þetta er ákvörðun um að vera aldrei með sjálfum sér, að verða aldrei með sjálfum sér, því þegar er ekki til og verður aldrei.
Um leið og ég læt af þessari iðju hlotnast mér tvöfaldur ávinningur – ég endurheimti orkuna sem fer í að hafna mér og ég endurheimti orkuna sem tapast þegar ég hafna mér.