Fara í efni

Ertu orkulaus eftir hádegi?

Rannsóknir hafa sýnt að flestir finna fyrir orkuleysi um kl 14 á daginn. Þá eykst einbeitingarskortur og starfsfólki finnst það alveg orkulaust. Þá er ansi freistandi að næla sér í einhverja skyndiorku, súkkulaði eða annað slíkt en eftirfarandi ráð ættu að virka betur:
Ertu orkulaus eftir hádegi?

Rannsóknir hafa sýnt að flestir finna fyrir orkuleysi um kl 14 á daginn. Þá eykst einbeitingarskortur og starfsfólki finnst það alveg orkulaust. 

Þá er ansi freistandi að næla sér í einhverja skyndiorku, súkkulaði eða annað slíkt en eftirfarandi ráð ættu að virka betur:

Borðaðu

Orkan sem fæst úr sætindum er fljót að hverfa aftur og þreytan kemur á ný. Prófaðu frekar  ferskan ávöxt, þurrkaða ávexti eða hnetur sem eru bæði hollur valkostur og gefur orku sem situr lengur með þér. Ef súkkulaði er algert must þá skaltu velja fáeina bita af hreinu gæðasúkkulaði. Það inniheldur minni sykur og er það bragðmikið að þú þarft minna til þess að seðja löngunina.

Teygjur

Langar setur við tölvuna geta valdið þreytu og vöðvaverkjum. Gættu þess að sitja rétt og stilla borð, stól og tölvuskjá þannig að það passi þér sem best. Gerðu regluleg hlé á vinnunni helst einu sinni á hverjum klukkutíma. Þá er ekki átt við hlé til þess að lesa afþreyingarsíður á netinu heldur áttu að standa upp, ganga um og teygja úr þér. Með því að anda nokkrum sinnum djúpt að og frá og teygja þig örvast blóðrásin og þú hressist við.

Vatn

Vatnsskortur getur valdið syfju, einbeitingarskorti og höfuðverk. Hungurtilfinning getur í reynd verið dulið einkenni um þorsta. Ekki bíða eftir því að verða þyrst áður en þú færð þér að drekka og gott ráð er að hafa alltaf vatnsglas eða vatnsbrúsa við hendina, það eykur líkurnar á að þú munir eftir því að drekka.

Skipulegðu  verkefnin

Þegar verkefnin hlaðast upp getur verið erfitt að að viðhalda áhuganum og orkan tapast frekar. Með því að brjóta verkefnin niður í smærri og viðráðanlegri bita og taka hlé þegar hverju og einu er lokið nærðu betur að halda einbeitingunni. Geymdu einfaldari og léttari verkefnin þar til eftir hádegi þegar einbeitingin er orðin verri og orkan til þess að takast á við þau er minni.

Höfundur greinar:

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur

Höfundur er hjúkrunarfræðingur

Grein af vef doktor.is