Ertu tilbúinn að finna ástina á ný?
Þessi grein er eftir Dr. Pepper Schwartz og birtist á aarp.org systurvef Lifðu núna í Bandaríkjunum.
Hann hefur haldið námskeið fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt og langar að hitta nýjan maka eða félaga.
Hann segir að margir séu hræddir við að fara á stefnumót þegar þeir eru komnir yfir miðjan aldur og vissulega hafi margt hefur breyst síðan þetta fólk var um tvítugt að hitta nýja stráka eða stelpur.
En Pepper Schwartz segir að það hjálpi, hversu margar stefnumótasíður séu í gangi, og sumar þeirra, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, séu sérstaklega fyrir fólk sem er komið yfir fimmtugt. Fólk sem er einhleypt, fráskilið eða hefur misst maka sína notar þessar síður í auknum mæli.
En þó það sé auðveldara en áður að finna nýja félaga, þýðir það ekki að fólk eigi að hefja leitina, án þess að leggja fyrst niður fyrir sér hvað það vill og hverju það stefnir að. „Að hitta nýjan félaga, áður en menn eru tilbúnir til þess tilfinningalega, getur verið verra en að sitja einn heima á hverju laugardagskvöldi“, segir í greininni.
Pepper Schwartz ráðleggur fólki að fara yfir eftirfarandi átta atriði til að athuga hvort þeir séu tílbúnir. Þeir séu það ef þeir eru sammála þeim staðhæfingum sem þar koma fram og sé þá ekkert að vanbúnaði að fara að líta í kringum sig. Ef þeir svara þessum staðhæfingum hins vegar neitand, sé rétt að vinna meira í þeim málum sem menn eiga óuppgerð.
Ég er alveg komin yfir fyrra samband
Til að geta stofnað til nýs sambands, þurfa menn að vera búnir að jafna sig á fyrra sambandi og vera tilbúnir til að einbeita sér algerlega að nýjum einstaklingi. Það þýðir ekki að þeir sem hafi misst ástvin sinn til áratuga, séu að svíkja hann. Það þýðir hins vegar að fólk verður ekki í því að bera nýja konu saman við eiginkonuna sem lést, eða nýjan mann saman við fyrrverandi eiginmann sem tók saman við einkaritarann. Það er fullkomlega eðlilegt að syrgja, en ef þú ert enn í mikilli sorg ertu ekki fær um að hitta nýjan félaga.
Ég er ekki bitur vegna þess sem gerðist
Þegar menn fara á stefnumót, forðast þeir fólk sem burðast með of mikinn farangur úr fyrra lífi. Það gildir um einstaklinga sem eru enn að kljást við óþægilega atburði eða tilfinningar úr fyrra ástarsambandi. Biturleiki í einhverri mynd, jafnvel þótt það sé full ástæða fyrir honum, er líklegur til að valda því að nýir einstaklingar hlaupa í burtu frá þér eins og fætur toga.
Ég ætla ekki að leggja öll spil á borðið á fyrsta stefnumóti
Fólk sem segir frá öllu sínu lífi á fyrsta, öðru eða þriðja stefnumóti getur kaffært nýtt samband í upplýsingaflóðinu. Fólk sem þjáist til dæmis af alvarlegum sjúkdómi, hefur ef til vill tilheigingu til að segja frá því, jafnvel þegar það hittir einhvern í fyrsta sinn. En þetta gengur alveg gegn fyrstu reglunni sem þarf að hafa í huga á fyrsta stefnumóti, sem er: Vertu léttur og sýndu þínar bestu hliðar í fyrsta sinn sem þú ferð út með einhverjum nýjum vini. Það verður nægur tími til að fara ítarlegar í hlutina, ef það kviknar neisti á milli ykkar.
Ég kann að hlusta
Öllum finnst gaman að tala um sjálfa sig og það sem þeir hafa áhuga á. Það eru hins vegar algeng mistök að vera svo yfirþyrmandi að hinn aðilinn, fái engan tíma til að segja neitt frá sér. Það er satt að segja langbest að kynnast fólki með því að fá það til að segja frá sjálfu sér og hlusta vel. Spyrja spurninga og láta fólki líða vel. Síðan er hægt að snúa dæminu við. Það þarf bæði að gefa og þiggja í samböndum og þess er ekki krafist að þú haldir uppi fjörinu.
Ég er í fantaformi og lít vel út
Ef það er langt síðan þú fórst síðast á stefnumót, er hugsanlegt að þú hafir ekki góða tilfinningu fyrir því hvernig þú kemur fyrir. Þú ættir kannski að fara í rætkina, láta klippa þig eða kaupa þér ný föt. Það þýðir ekki að þú þurfir að vera þvengmjó eða mjór eða klæða þig samkvæmt nýjustu tísku. En það skiptir máli að menn beri virðingu fyrir sjálfum sér og það virkar betur að hugsa um útlitið, en að mæta á stefnumót hálfslappur, alltof þungur og í þvældum fötum sem passa ekki alveg nógu vel. Þar sem við erum oftast ekki alveg hlutlaus þegar kemur að útliti og fatnaði, er góð hugmynd að fá náinn vin eða vinkonu til að gefa góð ráð í þessum efnum.
Ég er tilbúinn til að skemmta mér . . LESA MEIRA