Fara í efni

Eva öfugsnúna: Aftur á beinu brautina, þ.e. keppnisbrautina...

Vatnsmýrarhlaupið var á fimmtudaginn, akkúrat viku eftir heilahristinginn minn. Ég var orðin miklu hressari, gat skokkað en ekki búin að láta reyna neitt á hraðann hjá mér svo ég vissi svo sem ekkert hvernig líkaminn myndi bregðast við átökum. Við hjónin höfum aðeins misst niður hlaupamagnið í sumarfríinu og keppnistörninni. Við ákváðum því að reyna að ná semi-langri æfingu út úr kvöldinu. Framundan er áhersla á innlögn í hlaupabankann fyrir Munchen, úttektir ekki í boði í bili.
Eva
Eva

Vatnsmýrarhlaupið var á fimmtudaginn, akkúrat viku eftir heilahristinginn minn.  Ég var orðin miklu hressari, gat skokkað en ekki búin að láta reyna neitt á hraðann hjá mér svo ég vissi svo sem ekkert hvernig líkaminn myndi bregðast við átökum.  

Við hjónin höfum aðeins misst niður hlaupamagnið í sumarfríinu og keppnistörninni.  Við ákváðum því að reyna að ná semi-langri æfingu út úr kvöldinu.  Framundan er áhersla á innlögn í hlaupabankann fyrir Munchen, úttektir ekki í boði í bili.

Planið var sem sagt að hlaupa niðrí bæ, taka 5 kílómetrana nálægt T pace (4:04) og hlaupa aftur heim sem myndi þá gefa okkur góða 15 km.  Sérstaklega fallegur dagur en það blés hraustlega sem gerði manni auðveldara fyrir að halda plani en ekki missa sig í keppnisgírinn.   Eftir hamfarirnar á Akureyri fannst mér ég líka eiga inni að líða vel í 5 km hlaupi.   

Fór yfirvegað af stað og var mjög ánægð með að vera ekki allt of hröð fyrsta km.  Annar km er niður á við Suðurgötuna og þar var bara gott rúll og pace alveg innan skekkjumarka.  Þriðji km var mikill mótvindur á kafla og ég fann mér gott skjól og dólaði mér þar þangað til við snérum.  Í upphafi var tilkynnt að brautin væri eins og síðustu 20 árin og ég hef oft hlaupið þetta.  Það kom því á óvart þegar hlaupararnir fyrir framan mig tóku krók út fyrir umferðareyju hjá flugvellinum í staðinn fyrir að fylgja gangstéttinni vinstra megin.  Það hefur aldrei verið gert áður og eitt augnablik var ég að spá í að hlaupa bara áfram og sleppa króknum en maður tekur ekki sénsinn á að vera dæmdur úr leik og pínu súrt að vinna einhvern bara af því þeir hlupu lengra.  (Hlauparar aftar í hlaupinu fóru rétta leið og slepptu króknum n.b.)  Fjórði km var ferlega skemmtilegur en þá tók ég fram úr helling af hlaupurum.  Ég átti nóg inni síðasta km og virkilega gaman að geta gefið aðeins í og pikkað upp nokkra í viðbót og sprett í mark. 

Mér fannst mjög merkilegt að við svipaðar aðstæður og á Akureyri um daginn og það munar bara 5 sek á tímanum, þar sem annars vegar ég var nær dauða en lífi og hins vegar með því að hlaupa þetta svona sem var pís of keik!  

Split

Time

Distance

Avg Pace

Summary

20:04.0

5,04

3:59

1

3:54.8

1,00

3:55

2

3:59.2

1,00

3:59

3

4:08.5

1,00

4:09

4

4:00.8

1,00

4:01

5

3:53.0

1,00

3:53

6

:07.7

0,04

3:26

 

Var þriðja kona í mark á eftir Arndísi og Helgu Guðnýju og bara hoppandi kát að vera á palli.  Ætla aldrei að vaxa upp úr því!  

Hér eru úrslitin.

a

Guðni Páll sigraði og við hjónin tókum sitt hvort 3. sætið.

Fyrst þetta gekk bara vel þá var tekið lokaákvörðun um að vera með á Selfossi í Brúarhlaupinu.  Miklu auðveldara að taka góða hraðaæfingu í keppni en aleinn með sjálfum sér.  Hörku keppni í kvennaflokki, margar af okkar bestu kvenhlaupurum skráðar til leiks.

Tengdapabbi bauð sig fram í bílstjóra og pössunarpíu hlutverkið. Við rúlluðum inn á Selfoss klukkutíma fyrir hlaup, allt eins og það átti að vera.  

Eins og í Vatnsmýrarhlaupinu þá blés hraustlega en annars svakalega fallegt og hlýtt úti.  Fullt af góðum hlaupafélögum á staðnum og það var ljóst að þetta yrði bara gaman.  Ég fór út samkvæmt plani á 4:04 pace og var 8. kona fyrstu tvo km. Frikki félagi minn var aðeins á undan mér á þessum kafla og við áttum eftir að fylgjast að meira og minna allt hlaupið og leiða til skiptis.

aa

Félagi okkar tók þessar myndir eftir ca. 2 km, ég held að hvorugt okkar hafi nokkurn tímann pósað svona áður og svo bæði í einu á sama stað!  Of mikið...?

Á þriðja km var ég að rúlla vel, seig ég fram úr tveimur konum (og Frikka) og náði 5. konu og hljóp með henni næstu 5 km.  Við stöllur sáum vel í 4. konu og hægt og bítandi í rok kaflanum nálguðumst við hana.  Síðasta spölinn af þessum kafla náði Frikki okkur og eins og herramaðurinn sem hann er fór hann fram úr okkur og tók vindinn!  Þegar ca. 3 km voru eftir var komin tími til að taka af skarið og reyna að vinna sig upp í 4. sætið.  

Ég gaf mér km til þess að koma mér fram úr og mynda tryggt bil þannig að ég gæti rúllað þægilega síðasta spottan.  Það gekk eftir, Frikki varð eftir á meðan ég jók í og á þessum kafla fór ég fram úr 4-5 hlaupurum.  Síðasta spölinn hlupum við með 5 km hlaupurunum og þvílíkt gaman að sjá allt þetta fólk í brautinni og gaman að taka fram úr.  Þegar tæpur km er eftir kemur Frikki aftur fram úr mér eins og eldibrandur!  Ég rúllaði á eftir honum og hann hélt mér við efnið á lokasprettinum. 

Ca. 400 m fyrir markið er beygja og ég var einhvern veginn búin að gera ráð fyrir að brautin endaði þar... en þá var sem sagt lokaspretturinn eftir og þeir voru bara ansi langir þessir síðustu.  Kláraði á 41:55 og þegar ég fór að spjalla við fólk í markinu kom í ljós að ég var 3. kona í mark og fyrst í mínum aldursflokki, víííí... meiri pallur fyrir mig.  

Split

Time

Distance

Avg Pace

Summary

41:55.9

10,07

4:10

1

4:06.3

1,00

4:06

2

4:07.9

1,00

4:08

3

4:02.7

1,00

4:03

4

4:07.9

1,00

4:08

5

4:13.1

1,00

4:13

6

4:25.4

1,00

4:25

7

4:15.8

1,00

4:16

8

4:05.8

1,00

4:06

9

4:11.3

1,00

4:11

10

4:02.7

1,00

4:03

11

:17.0

0,07

3:51

 

Stemmning í markinu

aa

Við Þórólfur skelltum okkur í sund með stelpurnar okkar meðan við biðum eftir verðlaunaafhendingunni, þær áttu það svo sannarlega skilið, búnar að vera alveg frábærar í ferðinni.  Verðlaunaafhendinin fór fram í bongó blíðu á baklóð Landsbankans og þar sátum við í grasinu og borðuðum nesti, bara eins og að vera í risa pikknikk með öllu fallega fólkinu!

Tókum smá rúnt upp á Minni Borg á heimleiðinni en þar var hátíð í bæ.  Hoppukastalar og ís á línuna.  Þeir verða ekki mikið betri dagarnir, ja nema ef maður hefði náð Gleðigöngunni líka!!!

Tekið af síðu Evu, evaskaparans.com