Fara í efni

Evrópumótið í FitKid verður haldið á Íslandi í haust

FitKid er tiltölulega ný íþróttagrein á Íslandi, en íþróttin brúar bilið milli fimleika, þolfimi, dans og styrktaræfinga. Þá er sérstök áhersla lögð á jákvæða sjálfsmynd og heilbrigðan lífsstíl án öfga. Iðkendur eru börn og unglingar á aldrinum 6 til 16 ára.
FitKid er fyrir krakka frá 6 til 16 ára
FitKid er fyrir krakka frá 6 til 16 ára

FitKid er tiltölulega ný íþróttagrein á Íslandi, en íþróttin brúar bilið milli fimleika, þolfimi, dans og styrktaræfinga. Þá er sérstök áhersla lögð á jákvæða sjálfsmynd og heilbrigðan lífsstíl án öfga. Iðkendur eru börn og unglingar á aldrinum 6 til 16 ára.

Í haust munu mætast hér 240 keppendur frá 12 Evrópulöndum og von er á um 450 manns til landsins í tengslum við mótið.

Í FitKid er mikið lagt upp úr félagslega þættinum, starfið er lifandi og margir viðburðir framundan.

Páskaæfingamót fer fram laugardaginn 5.apríl á milli 15 og  17 í Þróttarheimilinu í Laugardal.

Allir eru velkomnir og aðganseyrir er 500 kr fyrir 14 ára og eldri.

Von er á hópi keppenda og dómara frá Ungverjalandi á mótið.

Í maí verður síðan alþjóðleg FitKid námsstefna (workshop). Þá heldur hópur íslenskra FitKid iðkenda til Ítalíu í júlí í alþjóðlegar FitKid sumar-og æfingarbúðir.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Krisztina Agueda í síma 8680863, en Krisztina er formaður Íslenska fitness félagsins og íslensku FitKid hreyfingarinnar.