Ráðstefnan í Búlgaríu hvað er ég að gera?
Góðan daginn
Jæja síðasti dagurinn í Sofíu.
Klára aðalatriðið skreppa í H&M
Hlusta á síðustu fyrirlestrana .
Ráðstefnan að klárast.
Hvað er ég að gera í Sofiu???
Hingað er ég komin með lækni og sjúkraþjálfa frá Íslandi.
Þau eru teymi frá Heilsuborg.
Mér bauðst til að koma með í þessa ferð alla leið til Búlgaríu til að gera svolítið sem er alveg nýtt .
Þessi ráðstefna sem hér er haldin á vegum "Europeean association for the study of obesity" er haldin núna í 21. sinn.
Kallast "european congress on obesity (eco 2014)"
Ráðstefnan hefur bara verið hingað til ráðstefna lækna og fagfólks sem vinnur hörðum höndum við að rannsaka allt í kringum offitu.
En í ár breyttist þetta aðeins
Inn var tekin önnur deild "patients counsel"
Því núna vilja fræðimennirnir fá okkar ráð og hugmyndir.
Að taka inn sjónarmið okkar sem eru að berjast við offitu.
Fá okkar hugmyndir og annað sem við erum að eiga við í sambandi við offituna okkar.
Það eru gerðar rannsóknir um allan heim og nóg af þeim í sambandi við offituna.
Hef ég setið á fundum og fyrirlestrum núna í 3 daga.
Þetta hefur verið vægast sagt meira en fróðlegt.
En aðalfundurinn í minni deild var settur í gær.
Og komu margir frá hinum og þessum löndum Evrópu.
Við sem berjumst við offituna eða ummönnunar aðilar þeirra ( tildæmis foreldrar)
Löndin sem sendu fulltrúa voru: Svíðþjóð, Pólland, Austuríki, Írland, Portúgal, Sviss, Rúmenía, Finnland, Noregur, Spánn, Holland, UK, Tékkland og Þýskaland.
Mér finnst þetta vera stórmál
Og er afar glöð að vera partur af þessu öllu.
Talsmaður offitu sjúklinga á þessu ráði.
Við vorum eins misjöfn og við erum
Og kom margt fram á fundinum í málefnum offitu sjúklinga um allan heim.
Mér fannst það sem við eigum sameiginlegt er að losna við fitufordómana
Öll sammála þar.
Verður athyglisvert að fylgjast og taka þátt í að byggja þetta ráð upp.
Því okkar rödd þarf að heyrast.
Offita á ekki að vera skömm .
Við þurfum hjálp við að komast útúr heimi offitunar.
Ég fann mína leið og er eftir þessa ráðstefnu afar sátt við hvaða leið ég fór.
Hreint mataræði og hreyfing.
Að elda frá grunni og nota hreinar afurðir.
Þetta er núna það sem ég mun berjast fyrir.
Ekki kúrar og ekki svelti.
Ekki ofbeldi á sjálfan sig.
Hlakka mikið til að taka þetta allt saman inn og læra af fleirum í sömu sporum og ég í henni Evrópu.
Við erum mörg heima á Íslandi í offitu.
Offita er útbreytt um allan heim og ég er þess sannfærð að það er ekki að koma nein galdraleið að lausn okkar mála.
Engin "Pilla" á leiðinni sem mun gera okkur öll af mjóum einstaklingum á einni nóttu
Offita má ekki vera skömm.
Jæja best að fara koma sér í föt og út í borgina.
Búin að gera mínar æfingar alein
Hér er ekki GYM á hótelinu en það er hægt að fara á annað hótel til að æfa.
Það opnar klukkan níu á morgnana.
Þá er ég löngu komin á ról og á ráðstefnuna.
Svo bjarga sér
Fara í hressilega göngutúra og nú taka nokkrar vel valdar æfingar á gólfinu í Central Plaza hotel í henni Sofiu
Eigið góðan dag