Evrópuverkefni til að draga úr skaðsemi áfengisneyslu
Ísland er aðili að umfangsmiklu Evrópuverkefni, Joint Action on Reducing Alcohol Related Harm (RARHA), sem hefur það markmið að draga úr skaðlegum áhrifum tengdum áfengisneyslu. Verkefnið fór formlega af stað í upphafi ársins 2014 og stendur yfir í þrjú ár.
Áfengisneysla er þriðji stærsti áhættuþáttur fyrir sjúkdómum og dauðsföllum í Evrópu. Beinn kostnaður sem rekja má til áfengisneyslu vegna heilbrigðisþjónustu, afbrota, löggæslu, slysa og minni framleiðni var áætlaður um 155 billjónir evra árið 2010 innan ríkja Evrópusambandsins. Það er því mikilvægt að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu með tiltækum og gagnreyndum leiðum.
Ísland tekur beinan þátt í Vinnuhópi 4 sem undirbýr sameiginlegan og samanburðarhæfan gagnagrunn um umfang áfengisneyslu og neyslumynstur í Evrópu.
Gerð verður umfangsmikil könnun á áfengisneyslu þátttökuþjóðanna og afleiðingum áfengisneyslunnar. Áætlað er að könnunin á Íslandi fari fram vorið 2015.
Frekari upplýsingar um verkefnið og gagnlegar upplýsingar um áfengi, áfengisneyslu og gagnreyndar aðferðir í áfengisvörnum má finna á vef verkefnisins www.rarha.eu.
Rafn M. Jónsson
verkefnisstjóri