Fá hressu konurnar frekar hrukkur?
Með aldrinum missum við fyllingu í andlitinu sem leiðir til þess að allt sígur niður.
Augun virðast sokkin, kinnarnar lafandi og kinnbeinin hvassari. Húðin er ekki lengur stinn og teygjanleg.
Fitan hjálpar
Of lágur þyngdarstuðull getur síðan ýkt ástandið þar sem fitan er það sem hjálpar til við að slétta úr fínum línum og hrukkum. Fitan í undirhúðinni gefur húðinni fyllingu en þegar hún fer að minnka sígur húðþekjan og hrukkur myndast. Hvort sem konur eru of grannar, í kjörþyngd eða of þykkar þá fá þær allar einhverjar hrukkur á endanum.
Krumma- eða krákufætur
Það er svo sem enginn ákveðinn hrukkualdur til. Sumar konur eru á þrítugsaldri þegar þær sjá fyrstu hrukkurnar í andlitinu á meðan aðrar eru jafnvel komnar á sextugsaldurinn. Þær sem fá hrukkur seint á ævinni hafa yfirleitt hugsað vel um húðina í gegnum árin og eru auk þess með góð gen. Þá er ekki ólíklegt að þær myndi meiri húðfitu en gerist og gengur.
Fyrstu hrukkurnar myndast yfirleitt í kringum augun en þar fáum við svo kallaða krummafætur eða krákufætur – líka kallaðar hláturshrukkur. Þessar hrukkur myndast fyrr ef þú pírir mikið augun, til dæmis í sól eða ef þú reykir. Næsti staður sem hrukkurnar ráðast á er svæðið í kringum munninn en þar myndast broshrukkur.
Það er hálf fúlt að vita til þess að ef maður brosir mikið þá líði maður fyrir það með hrukkum. En það verður bara að hafa það – betra að vera hress og hrukkótt en fúl og slétt! . . . LESA MEIRA