Fara í efni

Fá „spóaleggi“ með aldrinum

Mikið hefur verið fjallað um rannsóknir Janusar Guðlaugssonar, lektors við Menntavísindasvið HÍ, áhrif fjölþættrar þjálfunar á heilsu eldra fólks. Rannsóknirnar sýna fram á að markviss þjálfun með áherslu á þol- og styrktarþjálfun bætir heilsu eldra fólks og eykur hreyfigetu umtalsvert.
Fá „spóaleggi“ með aldrinum

Mikið hefur verið fjallað um rannsóknir Janusar Guðlaugssonar, lektors við Menntavísindasvið HÍ, áhrif fjölþættrar þjálfunar á heilsu eldra fólks. Rannsóknirnar sýna fram á að markviss þjálfun með áherslu á þol- og styrktarþjálfun bætir heilsu eldra fólks og eykur hreyfigetu umtalsvert.

Þannig getur þessi aldurshópur notið lífsins lengur en ella og búið lengur heima. Sjá grein Lifðu núna um þessar rannsóknir hér.

 

Vöðvarýrnun og spóaleggir

Janus telur sérstaklega mikilvægt að auka vöðvastyrk hjá eldra fólki, til að vinna gegn vöðvarýrnun sem eykst jaft og þétt eftir 60 ára aldur. Eftir sjötugt er vöðvarýrnunin orðin 3-5% af vöðvamassanum á hverju ári. Fólk missir þá styrk í fótum og getur fengið „spóaleggi“. Það má áætla að eldri Íslendingar hreyfi sig að meðaltali í um 15 mínútur á dag ef tekið er mið af niðurstöðum rannsókna, sem Janus segir að sé of lítið. Hann segir að þeir þurfi að hreyfa sig að lágmarki í hálftíma á dag. Styrktaræfingar þarf eldra fólk að stunda minnst tvisvar í viku til að auka vöðvastyrk og koma í veg fyrir vöðvarýrnun.

 

Til að lesa þessa grein til enda, smelltu þá HÉR

 

Grein af vef lifdununa.is