Faðmlög eru góð fyrir heilsuna
Hefur þú faðmað einhvern nýlega? Ef ekki, drífðu þig í að finna einhvern til að faðma.
Hvers vegna? Segir þú. Sko, hverjum þykir ekki gott að fá faðmlag? Og heyrst hefur að faðma einhvern sé afar gott fyrir okkur.
En ekki bara afþví að okkur finnst gott að fá faðmlag eða faðma aðra.
Faðmlag flytur orku og gefur þeim er faðmlag fær tilfinningalega lyftingu.
Þú þarft fjögur faðmlög á dag bara til að komast í gegnum daginn, átta í viðbót til að viðhalda þessum fjórum og tólf fyrir tilfinningalegu lyftinguna sem við þurfum öll.
Vísindamenn vilja meina að athöfnin að faðma sé ákveðið form af samskiptum því faðmlag getur sagt það sem við komum ekki í orð. Og það besta við faðmlög er að þú getur ekki gefið eitt án þess að fá annað á móti.
Þannig að jafnvel vísindin eru sammála um að faðmlög eru afar góð að gefa og þyggja.
Er enginn búinn að faðma þig ennþá ? Þarftu fleiri ástæður fyrir því að fara og banka hjá nágrannanum og faðma hann að þér?
Ok, hérna eru nokkrar afar góðar ástæður fyrir því að það er gott að faðma.
- Faðmlög eru næstum eins og að hugleiða eða jafnvel að hlæja. Þau kenna okkur að sleppa aðeins fram af okkur beislinu og njóta augnabliksins. Faðmlög fá þig til að gleyma þér um stund og tengja þig við hjartað og tilfinningar ásamt því að þú verður meira vör við andardráttinn hjá þér sjálfri. Án gríns, farðu núna og faðmaðu einhvern!
- Orku skiptin sem verða milli tveggja manneskja er eins og fjárfesting á milli faðmarana. Því meira sem þú fjárfestir þeim mun betra verður sambandið. Ekkert faðmlag ennþá?
- Hvort sem þú trúir því eða ekki að gott faðmlag (húð í húð) getur hjálpað þér að ná betra líkamlegu jafnvægi. (Rífðu þig úr og farðu og faðmaðu einhvern).
- Faðmlag er næstum eins og gott nudd, það róar þig niður og þú slakar á vöðvum og stress lekur úr líkamanum. Blóðflæðið um líkamann eykst. Þannig að eitt faðmlag er eins og míní æfing í ræktinni. Það ætti kannski að bæta faðmlögum inní æfingarprógrömmin?
- Í hvert sinn sem að þú ert snert(ur) þá líður þér betur. (nema kannski ef þú ert sleginn) og snerting eflir sjálfstraustið. Faðmlag geri nákvæmlega það sama. Þannig að nóg af þeim og þú átt eftir að geisla af sjálfstrausti.
- Þeim mun lengur sem faðmlagið stendur yfir því betra. Það losar um Serotonin í líkamanum og þú verður glaðari og ferð sjaldnar í fílu. Þannig að þegar þú nærð í þetta fullkomna faðmlag, slepptu því þá ekki.
- Ef þér líður illa, ert reið(ur) eða einmanna og einangruð, finndu einhvern til að faðma.
- Ef þú ert lokuð/lokaður inni á geðdeild í spennitreyju þá ertu í raun að faðma sjálfan þig, en ég held að þau faðmlög séu ekki marktæk en þau eru þrátt fyrir allt betra en ekkert. Prufaðu að spyrja geðlækninn sem er með þig í meðferð um faðmlag.
- Athöfnin að faðma gefur manni ákveðið öryggi. Þetta er pottþétt ástæðan fyrir því að fólk sem lendir í hættulegum aðstæðum faðmar hvort annað þétt að sér (gefur sennilega falska öryggistilfinningu). Þannig að næst þegar þú ert í flugvél og hún er að hrapa, faðmaðu þá manneskjuna sem situr við hliðina á þér. Þú færð að minnsta kosti falska öryggistilfinningu.
- Síðast en ekki síst, faðmlag styrkir ónæmiskerfið.
Ertu búin að faðma einhvern ? Ekki? Drífðu þig, ég skal bíða hérna á meðan.
Meira um faðmlög má lesa HÉR.