Fara í efni

Líkaminn eftir barnsfæðingu – og enginn talar um hvernig hann lítur út

Ung kona að nafni Taryn Brumfitt vill breyta hugsunarhætti fólks um það hvernig líkaminn breytist eftir barnsburð.
Taryn Brumfitt
Taryn Brumfitt

Ung kona að nafni Taryn Brumfitt vill breyta hugsunarhætti fólks um það hvernig líkaminn breytist eftir barnsburð.

Taryn segir sína sögu.

Á minni fyrstu meðgöngu þá elskaði ég allt sem viðkom maganum á mér. Ég hafði aldrei haft flatan maga og á sjöttu viku meðgöngunar þá bar ég magann stolt út í loftið og hugsaði til barnsins sem var að vaxa inn í mér.

Ástarsamband mitt við fallega kúlulaga magann minn entist í níu mánuði en þegar barnið var fætt þá var maginn á mér slakur og allur krumpaður og ljótur.

Ég man eftir að hafa setið í sturtunni á plast stól rétt eftir að ég fæddi fyrsta barnið mitt hann Oliver og ég hugsaði “ vááá þetta var ansi erfitt” hríðir í 18 tíma, rembast í þrjá og þurfa svo að fá slöngu upp í rassinn í ofan álag.

Ég leit niður á magann og hann minnti mig á eitthvað sem líktist “The blob”. Ég man að ég hugsaði, oh þetta er allt í lagi, maginn verður samur og áður, bara gefa þessu tíma. (í dag þá hlæ ég að þessari hugsun minni).

Vikur liðu og maginn á mér var ennþá sami slaki jellí maginn og eftir að ég átti og í ofan á lag að þá voru greirvörturnar á mér risastórar. Ég ákvað að taka málin í mínar hendur og skráði mig í blak lið í hverfinu.

Það var frábært að byrja aftur í hóp íþrótt og geta gleymt sér um stund.

Allt gekk rosalega vel þar til einn daginn að ég náði rosa flottu stökki í blakinu og pissaði í mig í leiðinni. Grindarbotninn á mér fór ansi illa í fæðingunni og ég hugsaði, afhverju hef ég ekki verið að gera grindabotnsæfingarnar mínar daglega og oft á dag?

Og þarna stóð ég á vellinum, algjörlega miður mín með piss rennandi niður annan fótinn á mér. Ég sem var að reyna að koma mér í form aftur og þetta sló mig alveg út af laginu.

Á meðan ég var að eiga við það að pissa á mig og risastórar geirvörtur þá var ég umkringd skilaboðum eins og : “ Dauma barnið mitt” “Hvernig ég passaði aftur í uppáhalds gallabuxurnar mínar” og “Að vera mamma er kraftaverk”.

Svona leit forsíðan út á þessu tímariti:

a

En það var engin forsíða sem leit svona út:

a

 

Annað atvik gerðist ekki löngu seinna en þá vorum ég og maðurinn minn að labba heim frá vinafólki með Oliver í vagninum. Þetta var 6 vikum eftir að ég fæddi hann.

Á göngunni heim fann ég að ég þurfti virkilega að komast á klósettið til að kúka, þetta gerðist mjög hratt og allt í einu fann ég það að hann var farinn að “kíkja” út. Ég hálfpartinn gargaði á manninn minn að hlaupa heim, opna hliðið og hafa klósetthurðina opna. Hann hljóp heim og ég á eftir með barnið í vagninum.

Ef að nágrannar okkar hefðu séð okkur þá hefðu þeir haldið að þarna færi nú fjölskylda sem væri að halda sér í góðu formi, úti að hlaupa með barnið í vagninum. Ef þeir bara vissu.

Ég komst að girðingunni, í gegnum hliðið, inn um útidyrahurðina, inn ganginn að baðherberginu og… það er ekkert hægt að orða þetta á snyrtilegri hátt, ég kúkaði á mig.

Ég man eftir andlitinu á eiginmanninum, hann var miður sín horfandi á eftir mér þar sem ég dró fæturnar á eftir mér inn á klósettið til að þrífa mig. Ég hágrét og hugsaði með mér, á ég virkilega að vera að hreinsa upp minn eigin kúk? Er það ekki kúkur barnsins míns sem ég á að vera að þrífa?

Líkami, ég elska þig ekki og mér finnst þú ógeðslegur, ég hata þig!

a

Ég man að ég horfði á mig í speglinum og sagði við sjálfa mig “eiginmaðurinn á ekki eftir að vilja stunda kynlíf með þér aftur, þú ert ógeðsleg”.

Líkaminn gengur í gegnum svo margar breytingar á meðgöngu og eftir fæðingu og það sem er svo pirrandi, er að fjölmiðlar mála bara yfir þessa hluti með glossí tímaritum og selja okkur sögur af einhyrningum og ævintýraprinsessum, í stað þess að fjalla um hlutverk móðurinnar og foreldranna.

Á þessum tíma þurfa konur að finna fyrir stuðningi en það eru afar fáar sögur sagðar af því hvernig þetta er í raunveruleikanum.

Að koma líkamanum aftur í gallabuxurnar sem þú varst í áður en þú varðst ófrísk ER EKKI AUÐVELT! Og að vera móðir er ekki alltaf glimmer og regnbogar.

Það tók mig tíma, en ég lærði að elska líkamann minn. Og ég get sagt ykkur eitt konur, það er ekkert betra en að elska sinn eigin líkama með öllum göllum, húðslitum og krumpum.

Það þarf að segja þjóðfélaginu hvert þeir geta troðið þessum hugmyndum sem þeir reyna að selja okkur um hinn fullkomna líkama. Og hana nú!