Fantagóðar fiskibollur frá heilsumömmunni
Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af bestu fiskibollum sem ég hef smakkað. Uppskriftina fékk ég hjá tengdamömmu sem klippti hana út úr Vikunni á síðasta eða þar síðasta ári.
Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af bestu fiskibollum sem ég hef smakkað.
Uppskriftina fékk ég hjá tengdamömmu sem klippti hana út úr Vikunni á síðasta eða þar síðasta ári.
Þegar ég hafði smakkað bollurnar hjá tengdó VARÐ ég að fá uppskriftina eins og skot.
Þessi uppskrift er ein af þeim fjölmörgu sem finna má í nýjustu uppskriftabókinni "Uppáhaldsmatur barnanna"
Hráefni:
- 700 g ýsa eða þorskur
- 1 laukur
- 2 stórar gulrætur
- 1/2 stór rófa eða 1 lítil
- 2 hvítlauksrif
- 2 egg
- 1 dl kókosmjólk
- 8 msk fínt spelt (eða möndlumjöl fyrir glúteinlausa útgáfu)
- 1 msk grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu
- Kryddið með Ítölskusjávarréttakryddi og
- Fiskiréttakryddi frá Pottagöldrum
- salt og pipar
- Kókosolía til steikingar
Aðferð:
- Saxið lauk, gulrætur og rófu með matvinnsluvélinni.
- Bætið fiskinum saman við.
- Að lokum fara eggin, mjólkin, kryddið og speltið saman við.
- Hitið pönnu, bræðið kókosolíu, mótið litlar bollur og steikið á pönnu,
nokkrar mínútur á hvorri hlið. Takið þær af pönnunni, setjið í eldfast mót
og inn í ofn í 10 mín v/ 170°c meðan allt annað er gert klárt.
Það er góð hugmynd að búa til eina litla bollu og steikja hana til að byrja með til að sjá hvort þurfi að krydda meira.
Uppskrift frá heilsumamman.com