Fara í efni

Feimnismál sem fáir tala um

„Þvagleki er feimnismál hjá mörgum og margir draga það árum saman að leita sér hjálpar,“ segir Sigurlinn Sváfnisdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Það eru margir sem þjást ótrúlega lengi af þvagleka áður en þeir leita sér hjálpar. Ég hef hitt konur á sjötugs- og áttræðisaldri sem hafa þjáðst af þvagleka áratugum saman eða síðan þær eignuðust börnin sín,“ segir Sigurlinn.
Feimnismál sem fáir tala um

„Þvagleki er feimnismál hjá mörgum og margir draga það árum saman að leita sér hjálpar,“ segir Sigurlinn Sváfnisdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

„Það eru margir sem þjást ótrúlega lengi af þvagleka áður en þeir leita sér hjálpar.

Ég hef hitt konur á sjötugs- og áttræðisaldri sem hafa þjáðst af þvagleka áratugum saman eða síðan þær eignuðust börnin sín,“ segir Sigurlinn.

Algengara vandamál meðal kvenna

Sigurlinn segir að þvagleki sé algengt vandamál sem hafi áhrif á daglegt líf fólks. Þvagleki er skilgreindur sem ósjálfráð þvaglát af hvaða toga sem er. Það er þegar einstaklingur getur ekki haldið í sér og það „dropar“ eða fólk beinlínis missir þvag. „Mikilvægt er að finna og meðhöndla einstaklinga sem þjást af þvagleka þar sem þessi hópur býr við skert lífsgæði. Þvagleki getur byrjað hvenær sem er, en er líklegri með hækkandi aldri. Rannsóknir sýna að 1 af hverjum 4 konum og 1 af hverjum 10 körlum stríðir við þetta vandamál einhvern tímann á ævinni,“ segir Sigurlinn.

Áreynsluþvagleki

Þvagleki er þrennskonar, áreynsluþvagleki, bráðaþvagleki eða sambland af þessu tvennu. Sigurlinn segir að áreynsluþvagleki sé algengasta tegund þvagleka. „Þá missir fólk þvag við aukinn þrýsting í kviðarholi við áreynslu eins og hósta, hnerra, hlátur eða aðra líkamlega áreynslu. Meginástæðan eru slappir grindarbotnsvöðvar. Algengasta ástæða áreynsluþvagleka meðal kvenna eru slappir grindarbotnsvöðvar.  Grindarbotnsvöðvarnir slakna við meðgöngu og fæðingar, tíðnin er algengari hjá konum sem fætt hafa mörg börn. Offita og hækkandi aldur hafa einnig áhrif. Karlmenn geta líka fengið áreynsluþvagleka sem oft tengist aðgerð á blöðruhálskirtli,“ segir hún.

Æfingar skila góðum árangri

Það er hægt að ráða bót á áreynsluþvagleka. Sex af hverjum tíu sem stunda æfingar fá bót meina sinna. „Grindarbotnsþjálfun á að vera fyrsti kostur þegar um er að ræða áreynsluþvagleka og hefur hún samkvæmt rannsóknum skilað mjög góðum árangri. Ýmsar breytingar á lífsháttum geta hjálpað. Reykingar geta orsakað langvarandi hósta sem eykur þvaglekann. Offita getur verið áhættuþáttur og því mikilvægt að vera sem næst kjörþyngd. Stundum er raförvun notuð sem hjálpartæki í grindarbotnsþjálfun. Raförvunin hjálpar einstaklingnum til að auka tilfinningu sína fyrir vöðvunum þannig að hann dragi þá rétt saman. Ef grindarbotnsþjálfun skilar ekki árangri er hægt að beita öðrum ráðum,“ segir Sigurlinn. Til dæmis er gerð aðgerð þar sem teygja er sett undir þvagrásina og hefur það hjálpað  mörgum sem ekki hafa náð árangri með grindarbotnsþjálfun.

 

Til að lesa þessa grein til enda, smelltu þá HÉR

Grein af vef lifdununa.is