Fara í efni

Feit­ur ein­stak­ling­ur get­ur vissu­lega verið hraust­ur

Erla Gerður Sveins­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir í Heilsu­borg, seg­ir að Íslend­ing­ar ættu að vinna sam­an að því að eyða fitu­for­dóm­um og taka þess í stað skyn­sam­lega á mál­un­um.
Feit­ur ein­stak­ling­ur get­ur vissu­lega verið hraust­ur

Erla Gerður Sveins­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir í Heilsu­borg, seg­ir að Íslend­ing­ar ættu að vinna sam­an að því að eyða fitu­for­dóm­um og taka þess í stað skyn­sam­lega á mál­un­um.

Þá seg­ir hún að við þurf­um að passa okk­ur á að blanda ekki sam­an út­liti og heilsu þegar kem­ur að lík­amsþyngd. Væn­legra sé að leggja áherslu á góða heilsu og njóta lífs­ins.

Erla hélt er­indi á ráðstefn­unni Lífs­stíll og heilsa, sem fram fór í Hörpu um síðast liðna helg­i, og fjallaði hún meðal ann­ars um sam­bandið á milli lík­amsþyngd­ar og heilsu, og hvers vegna það sé svona erfitt að ræða þyngd.

Erla Gerður hef­ur lengið unnið með ein­stak­ling­um í yfirþyngd, en er offita mikið vanda­mál hér á landi?

 „Offita er heil­brigðis­vandi hér á landi, eins og víðast ann­ars staðar. Það eru um 20% lands­manna sem telj­ast í offitu, sem er mjög hátt hlut­fall. Þetta eru um 60 þúsund manns. Þarna er ekki verið að tala um ein­stak­linga í ofþyngd sem er ekki endi­lega heilsu­far­svandi, seg­ir Erla Gerður og bæt­ir við að kílóa­fjöldi segi ekki endi­lega alla sög­una.“

 „Þyngd­in sjálf seg­ir ekki alla sög­una. Tengsl þyngd­ar og heilsu er fal­in í hlut­falli fitu­vefjar í lík­am­an­um,  dreif­ingu hans og efna­skipta­virkni. Feit­ur ein­stak­ling­ur get­ur vissu­lega verið hraust­ur og ein­stak­ling­ur sem flokk­ast í kjörþyngd get­ur verið með óhag­stætt hlut­fall fitu­vefjar og óheil­brigð efna­skipti og þannig verið í áhættu á fylgi­sjúk­dóm­um offitu. Svo­kallaður lík­amsþyngd­arstuðull hef­ur verið notaður til að greina þarna á milli en hann er ekki góður mæli­kv­arði fyr­ir ein­stak­linga, enda seg­ir hann ekki hvert er hlut­fall fitu­vefjar eða hver er virkni hans. Lík­amsþyngd­arstuðull er góður til að bera sam­an hópa enda hannaður til þess. Hann get­ur verið vís­bend­ing sem þarf að kunna að túlka rétt.“

Ein­stak­ling­ur sem flokk­ast í kjörþyngd get­ur verið með óhag­stætt hlut­fall fitu­vefjar og óheil­brigð efna­skipti og þannig verið í áhættu á fylgi­sjúk­dóm­um offitu. 
 

Megr­un­ar­kúr­ar geta gert illt verra

Erla Gerður seg­ir að kúr­ar virki ekki til langs tíma og geti í raun gert illt verra. Þá seg­ir hún að megr­un eins og hún hef­ur verið túlkuð, það er að fækka hita­ein­ing­um og auka hreyf­ingu, sé ekki væn­leg til ár­ang­urs og allra síst öfg­ar í þeim efn­um. En hvers vegna reyn­ist mörg­um svona erfitt að létta sig?

 „Þyngd­ar­stjórn­un er margþætt. Við erum ekki öll eins. Það eru svo ótal mörg atriði sem hafa áhrif bæði í um­hverfi og í efna­skipt­um lík­am­ans. Margskon­ar horm­ón koma við sögu, heil­inn túlk­ar skila­boð um svengd og seddu á mis­mun­andi hátt milli ein­stak­linga, erfðir, lyf, lífs­hætt­ir, þarma­flór­an, streita, áföll í upp­vexti og fjöl­mörg önn­ur atriði gera ein­stak­linga ólíka þegar kem­ur að þyngd­ar­stjórn­un. Of­uráhersla hef­ur verið lögð á ein­staka þætti mataræðis, hita­ein­ing­ar og hreyf­ingu. Orka inn og orka út skipt­ir al­veg máli, en er bara hluti af mynd­inni. Streita og svefntrufl­an­ir eru til dæm­is veru­lega van­metn­ir þætt­ir þegar kem­ur að þyngd­ar­stjórn­un. Það þarf að finna leið sem hent­ar hverj­um ein­stak­lingi til langs tíma. Við erum of oft að fylgja ein­hverj­um ráðum sem hafa dugað fyr­ir ein­hvern ann­an en eiga eng­an veg­inn við okk­ur sjálf,“ bæt­ir Erla Gerður við.

Því hef­ur verið haldið fram að fólk sem létt­ist mikið og hratt fitni gjarn­an aft­ur og eigi erfitt með að halda sér í kjörþyngd. Er þetta rétt, og hverju sæt­ir?

„Það er rétt. Það er mun erfiðara fyr­ir ein­stak­linga sem hafa verið feit­ir að halda kjörþyngd. Lík­am­inn er hannaður til að safna fitu­vef og halda fast í hann. Lík­am­inn sæk­ir í að „leiðrétta“ þyngd­artapið. Fjöl­mörg kerfi lík­am­ans koma þar við sögu. For­varn­ir eru alltaf best­ar, en það er samt ým­is­legt hægt að gera til að koma sem bestu jafn­vægi á lík­ams­starf­sem­ina og læra hvaða þætt­ir skipta mestu máli hjá hverj­um ein­stak­lingi,“ seg­ir Erla Gerður og bæt­ir við að heild­ræn meðferð sem stuðlar að jafn­vægi á lík­ama og sál sé besta meðferðin við offitu.

 „Taka þarf til­lit til mataræðis, hreyf­ing­ar, sjúk­dóma, lyfja, svefns, streitu og annarra and­legra þátta ásamt notk­un ávana­bind­andi efna. Horfa þarf á dag­leg­ar venj­ur og ekki síst mat­ar­venj­ur. Skoða þarf aðstæður hvers ein­stak­lings og setja upp áætl­un sem hent­ar hon­um. Horfa þarf á meðferðina sem lang­tíma­verk­efni í stað kúra, enda er offita lang­vinn­ur sjúk­dóm­ur og ætti að vera meðhöndlaður af heil­brigðis­starfs­fólki. Við þurf­um að byrja að greina hvar vand­inn ligg­ur, finna leiðina sem hent­ar hverj­um ein­stak­lingi og virkja hana. Þegar búið er að leggja grunn­inn er hægt að nota sér­tæk­ar leiðir til offitumeðferðar, þar sem þær eiga við,“ seg­ir Erla Gerður að lok­um.

Erla seg­ir að við þurf­um að passa okk­ur á að blanda ekki sam­an út­liti og heilsu þegar kem­ur að lík­amsþyngd. Væn­legra sé að leggja áherslu á heil­brigðan lífstíl og njóta lífs­ins. 
 
 
Höfundur greinar: 
Erla Gerður Sveinsdóttir