Farin til Bulgaríu.
Góðan daginn.
Jæja þá er komið að því að henda ofan í tösku aftur.
Verð í Leifsstöð í kvöld.....í háloftunum í nótt.
Berlin í morgunsárið og Bulgaria seinnipartin á morgun :)
Þetta verður eitthvað.
Og hlakka mikið til að fá að upplifa þessa reynslu.
Þar sem lífið mitt í dag er orðið svo allt annað.
Í dag er ég heilluð af Léttara lífi :)
Ég hef eytt alltof mörgum árum í að berjast við offituna.
Og eftir að ég sætti mig offituna og hætti að berjast við hana heldur vinn mig útúr henni
Að sættast við sjálfan sig.
Bjóða sjálfum sér upp á betra líf án átaka og baráttu.
Anda léttar og njóta lífsins.
Samdi um vopnahlé :)
Hætti að berjast og fór að lifa.
Offita er feimnismál.
Það að vera mörgum tugum yfir 100 kílóin er ekki eitthvað sem þú ferð hátt með.
Þú lifir í voninni um léttara líf.
En það er ekki eins einfalt og fólk heldur.
Við sem höfum kynnst heimi sjúklegrar offitu þekkjum hvernig er að vera í hlekkjum.
Það strikast margt út ílífinu við hvert kíló sem bætist við.
Lífsgæðin minka.
En ef þetta væri auðvelt að ná að grennast og halda því þannig.
Værum við öll grönn.
Offita er svo margt annað en bara kíló.
Að verða svona sjúklega feit/ur eru tilfinningar!!
Maður borðar til að gleyma.
Borðar til að gleðjast.
Borðar til deyfa sig.
Áföll í lífinu geta haft þessi áhrif.
Þess vegna er ég alltaf að segja passa hugan sinn .
Passa upp á sínar hugsanir.
Hætta í stríði og semja um vopna hlé við sjálfan sig.
Láta af þeirri hugsun að verða loks mjó/r.
Heldur hugsa um sjálfan sig.
Veita sjálfum sér kost á hollu heilbrigðu lífi.
Þar sem vigtin er ekki dómarinn.
Jæja ég verð að rjúka....komin í gallann
Ætla taka vel á því.
Pakka svo galla og skóm niður í töskuna og næsta æfing verður í Bulgaríu
Eigið góðan dag.