Fara í efni

Ferskar kryddjurtir gera allan mat betri

Notar þú ferskar kryddjurtir?
Ferskar kryddjurtir gera allan mat betri

Ferskar kryddjurtir gera allan mat betri, en oftar en ekki endar maður á því að henda hluta af því sem maður kaupir.

Hér koma nokkur ráð varðandi ferskar kryddjurtir.

 
1) Ef þú notar ferskar kryddjurtir frekar en þurrkaðar notaðu þá 3-4 sinnum meira en það sem gefið er upp af þurrkuðum kryddjurtum.
 
2) Notið ferskar kryddjurtir alltaf í lok eldamennskunnar.
 

3) Til að lengja líftíma ferskra kryddjurta er gott að gera eitt af tvennu.

 
4) Skerið endann af jurtinni og setjið í krukku með 1/3 fyllta af vatni. Látið standa og setjið plastpoka yfir og „innsiglið“ plastið yfir krukkunni með teygju. Setjið í ísskáp eða látið standa úti allt eftir því hvaða kryddjurt á við um.
 
5) Hin aðferðin er að bleyta 2 – 3 blöð af eldhúsrúllu og vefjið kryddjurtinni inn í eldhúsrúlluna. Setjið í plastpoka, lokið fyrir og geymið í ísskáp.
 

6) Geymslutími fyrir kryddjurtir ef notaðar eru þessar aðferðir er sem hér segir:


- Basilíka í krukku ekki í ísskáp        7 – 10 dagar
- Graslaukur í eldhúsrúllu í ísskáp  10 – 14 dagar
- Kóríander í krukku í ísskáp            7 – 10 dagar
- Dill í eldhúsrúllu í ísskáp             10 – 14 dagar
- Minta í krukku í ísskáp                  7 – 10 dagar
- Steinselja í krukku í ísskáp            7 – 10 dagar
- Rósmarín í eldhúsrúllu í ísskáp     10 – 14 dagar
- Timian í eldhúsrúllu í ísskáp         10 – 14 dagar

 
Fróðleikur af vef Nótatúns.