Ferskjur - hvað ætli sé svona hollt og gott við þær ?
Hver elskar ekki djúsí ferska ferskju?
Öldum saman hafa ferskjur verið ræktaðar. Þær voru fyrst ræktaðar í Kína þar sem þær eru taldar merki um ódauðleika og vináttu.
Þær detta inn í röðina með eplum og perum.
1. Ferskjur eru fullkomið millimál ef þú ert í átaki eða vilt hollan millibita.
Ferskja fyllir magann vel og kemur í veg fyrir að þú borðir yfir þig. Og bónusinn: ein ferskja inniheldur frá 35-50 kaloríur og er fitulaus.
2. Þær styrkja varnir gegn offitutengdum sjúkdómum eins og sykursýki og hjartasjúkdómum.
Ferskjur eru ríkar af efni sem heitir phytochemicals en er kallað phenols og vinnur þetta efni eins og andoxunarefnin.
3. Heldur húðinni heilbrigðri.
A og C-vítamínin í ferskjum virka eins og frábær náttúrulegur rakagjafi fyrir húðina, enda eru ferskjur ansi oft notaðar í krem og snyrtivörur. Þessi vitamin viðhalda unglegri húð.
4. Draga úr hálosi.
Þær geta dregið úr hárlosi og hafa jákvæð áhrif á hársvörðinn.
5. Hollt ráð gegn stressi.
Ferskjur geta dregið úr kvíða. Í Ungverjalandi eru þær kallaðar “Fruit of Calmness”.
6. Vinna gegn krabbameinsfrumum.
Í ferskjum er selenium sem er steinefni ríkt af andoxunarefnum og ver frumur gegn skemmdum.
7. Vandamál með magann?
Ferskjur eru góðar í magann og róa hann niður.
Í Kína er mikið drukkið af ferskju te. Það hefur styrkjandi áhrif á nýrun.
“Life is better than death, I belive, if only because it is less boring, and because it has fresh peaches in it.” – Alice Walker
Heimild: care2.com
Sendu okkur myndir á Instagram #heilsutorg