Ferskt vorsalat með bláberjum og ristuðum möndlum
Þetta salat er meiriháttar gott. Og það tekur ekki nema um 3 mínútur að búa það til og enn styttri tíma ef salat dressingin hefur þegar verið búin til.
Það má tvö eða þrefalda uppskriftina af dressingunni, þá getur þú átt hana í ísskápnum og notað með þínum salötum.
Hráefni fyrir salat:
4 bollar af baby romaine salati eða vorblanda í poka
½ til ¾ bolli frosin bláber, helst samt fersk. Ef þú ert með frosin þá þarf að láta þau þiðna.
½ bolli af söxuðum möndlum
2 msk af söxuðum rauðlauk – má sleppa
Hráefni í dressingu:
2 msk af hörfræ olíu
4 msk af balsamic vinegar
1 msk af kókósnektar eða maple sýrópi
Leiðbeiningar:
Hitaðu pönnu og ristaðu möndlurnar létt í 2 til 3 mínútur, eða þar til þær eru létt gylltar.
Ef þú þarft að þíða bláberin þá getur þú skellt þeim í lítinn pott og hitað á lágum hita á meðan möndlurnar eru að ristast.
Blandaðu hráefninu fyrir dressinguna í stóra skál, skelltu svo grænmetinu og lauknum saman við. Blandið vel.
Bættu núna við ristuðu möndlunum og bláberjunum.
Blandið öllu vel saman svo að dressingin nái að blandast öllu salatinu.
Berið fram og borðið strax.
Njótið ~