Fíkn - hugleiðing á mánudegi frá Guðna
Fjarvera er eina fíknin
Öll fíkn snýst um skort. Þessi skortur á sér mörg andlit. Við sendum okkur dulbúin, heimatilbúin skilaboð um að eitthvað vanti og þegar glöggt er skoðað má hæglega koma auga á margar slíkar leiðir sem samfélagið hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Þetta er blekking.
Það eina sem vantar ert þú – aðeins nándin við þig.
Ekkert annað.
Alltaf þegar eitthvað vantar – þá vantar þig.
Alltaf þegar þig vantar eitthvað þá vantar þig, inn í augnablikið, inn í nánd við þig; nánd án viðnáms og án dóms.