Fimm einföld skref - Guðni með góða hugleiðingu
Stysta leiðin inn í velsæld felst í fimm einföldum skrefum:
1) Athygli
Að vera í vitund, vera kærleiksríkt vitni í eigin lífi og skilja að maður er ekki hugsanir sínar. Til að viðhalda þessari vitund þarf maður að iðka eða æfa hana.
2) Öndun
Öndun er öflugasta leiðin til að iðka vitund; umfang öndunar er umfang lífsins. Við virkjum getu okkar til að vinna úr súrefni og súrefnis- hæfni líkamans opinberar þá heimild sem við höfum veitt okkur til ástar í eigin lífi.
3) Að tyggja
Að tyggja inn í velsæld krefst vitundar; við nærum okkur í vitund og skiljum að við getum fimmfaldað nýtingu á þeirri orku sem við inn- byrðum. Slík nálgun á næringu er í eðli sínu öflug ástarjátning sem hefur samstundis mikil áhrif.
4) Að drekka vatn
Vatn er ekkert annað en ást, það tærasta sem til er, forsenda alls lífs og velsældar. Við vökvum blómið okkar í vitund til að við getum blómstrað og borið ávöxt. Við böðum okkur í vökva ljóssins og drekkum 6–8 glös af hreinu vatni daglega.
5) Að taka ábyrgð
Við tökum ábyrgð á þeirri orku sem við höfum unnið út úr eigin orkuveri. Þegar við vökvum blómið okkar, nærum okkur í vitund, öndum og tyggjum verðum við að kjarnorkuveri. Munurinn á orkuveri og kjarnorkuveri er vitundin.