FIMM LEIÐIR AÐ VELLÍÐAN
Hvað er vellíðan ?
Árið 2008 fól vinnuhópur á vegum bresku ríkisstjórnarinnar (Foresight‘s Mental Capital and Wellbeing Project) samtökum sem nefnast New Economic Foundation að fara yfir rannsóknir yfir 400 rannsakenda víða um heim í von um að finna gagnreyndar aðgerðir til þess að bæta líðan og auka hamingju fólks í daglegu lífi.
Fimm leiðir að vellíðan er afrakstur þessarar vinnu, en þær byggja á niðurstöðum vandaðra rannsókna víða að úr veröldinni, og fela í sér einföld skref til þess að efla lífsánægju og vellíðan alla ævina. Rannsóknir sýna að jafnvel lítilsháttar aukning vellíðanar og lífshamingju getur átt þátt í að draga úr ákveðnum geðrænum vandamálum og hjálpað fólki til þess að blómstra í lífinu. Nánar má lesa um verkefnið og uppruna þess hér:
www.neweconomics.org/projects/five-ways-well-being
Pdf skjal til útprentunar