Finnurðu titringinn í hjartanu - hugleiðing Guðna á þriðjudegi
Markmiðið er að opinbera blekkinguna um sjálfsálögin sem við leggjum á okkur á hverjum degi; að skilja að það er aðeins ein tilfinning og að sú tilfinning er ást.
Hefurðu heimild til að öðlast velsæld og skínandi hamingju? Finnurðu titringinn í hjartanu?
Ef það er engin áætlun – þá er það áætlunin. Að ákveða ekki er ákvörðun í sjálfu sér – ábyrgðin er alltaf þín. Ábyrgðin á eigin orku og eigin lífi; á því hvort þú lifir með neista í skrokknum og sálinni eða ekki.
Það er ekkert sem kostar okkur meiri orku og skapar stærra sár en að taka ákvörðun um að taka ekki ákvörðun og ábyrgð, því þá er maður að yfirgefa sig og afneita sér. Þetta eru þungbærustu svik sem um getur. Orkuna þverr við hver svik og lífsstíll okkar er stærsti þátturinn í svikunum, því hann inniheldur tugi eða hundruð tækifæra til svika á hverjum degi.