Fara í efni

FISKNEYSLA Á MEÐGÖNGU HEFUR JÁKVÆÐ ÁHRIF Á ANDLEGAN ÞROSKA BARNA

Fiskmeti er algengasta uppspretta Omega-3 fitusýra sem eru mikilvægur þáttur í þroska heila og taugakerfis. Barnshafandi konur, sem borða 340 g eða meira af fiskmeti á viku, auka líkurnar á að eignast greindari og félagslega þroskaðri börn.
FISKNEYSLA Á MEÐGÖNGU HEFUR JÁKVÆÐ ÁHRIF Á ANDLEGAN ÞROSKA BARNA

Fiskmeti er algengasta uppspretta Omega-3 fitusýra sem eru mikilvægur þáttur í þroska heila og taugakerfis.

Barnshafandi konur, sem borða 340 g eða meira af fiskmeti á viku, auka líkurnar á að eignast greindari og félagslega þroskaðri börn.

“Avon Longitudinal Study of Parents and Children” var notuð til að rannsaka neyslu fiskmetis hjá 11.875 barnshafandi konum í Bretlandi. Greindarvísitala ásamt hegðunar- og félagsþroska var metin hjá börnum þeirra frá 6 mánaða til 8 ára aldurs. Niðurstöðurnar sýna að 12% kvennanna borðuðu ekki fiskmeti, 65% borðuðu 1-340 g/viku og 23% neyttu að minnsta kosti 340 g/viku.

Í Bandaríkjunum er þunguðum konum ráðlagt að takmarka neyslu á fiskmeti við 340 g á viku. Þessi rannsókn sýnir aftur á móti að börn mæðra, sem borðuðu minna en 340 g af ómega-3 ríku fiskmeti, voru líklegri til að hafa lakari heila- og taugaþroska en börn mæðra sem borðuðu meira fiskmeti á meðgöngunni.

Grein af vef lysi.is