Fara í efni

Flökkusagan um vatnið

Mýtur og flökkusögur, sannar eða ósannar eiga það til að öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum og þúsundir manna fara smám saman að taka fullyrðingunum sem koma fram í þessum sögum sem fullkomnum sannleika, stundum má finna í þessum sögum sannleikskorn en stundum er um tóma dellu að ræða.
Besti drykkur í heimi
Besti drykkur í heimi

Mýtur og flökkusögur, sannar eða ósannar eiga það til að öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum og þúsundir manna fara smám saman að taka fullyrðingunum sem koma fram í þessum sögum sem fullkomnum sannleika, stundum má finna í þessum sögum sannleikskorn en stundum er um tóma dellu að ræða.

Í Janúar 2010 fór að berast tölvupóstur milli manna undir fyrirsögninni „ávinningur þess að drekka vatn“, og var þess getið að þetta væri mikið stundað í Japan. Seinna skaut þessi flökkusaga upp kollinum á samfélagsmiðlum og hefur gert það alltaf öðru hvoru síðan.

Ávinningurinn um vatnið hljómar eitthvað á þessa leið :

Ég spurði læknirinn minn af hverju ég og aðrir pissuðu svona mikið á nóttunni. Og svarið frá hjartasérfræðingnum: Þyngdaraflið heldur vatninu í neðri hluta líkamans þegar þú stendur uppréttur. Þegar þú leggst niður og neðri hluti líkamanns (fætur og aðrir hlutar) og eru þar með í sömu hæð og nýrun þá losa nýrun sig við vatnið af því það er auðvelt.

Ég vissi að við þyrftum álveðið magn af vatni til að losa líkama okkar við óæskileg eiturefni, en þetta voru sannarlega fréttir fyrir mér.

Drekka vatn á réttum tíma....mjög mikilvægt.

Meira frá hjartasérfræðingnum:

Að drekka vatn á ákveðnum tímum hámarkar virkni líkamans.

  • 2 vatnsglös um leið og þú vaknar –hjálpar líffærum líkamans að komast af stað
     
  • 1 glas af vatni 30 mínútum fyrir máltíð –hjálpar meltingunni
     
  • 1 glas af vatni áður en þú ferð í bað –hjálpar til við að lækka blóðþrýsting
     
  • 1 glas af vatni áður en þú ferð að sofa –kemur í veg fyrir heila og hjartaáföll
     
  • Vinsamlegast sendu eða deildu skilaboðum til þeirra sem þér þykir væt um.....

Ég get líka bætt þessu við....læknirinn minn sagði mér að að vatnsdrykkja áður en lagst er til svefns geti einnig komið í veg fyrir krampa í fótum . Vöðvarnir eru að leita að vökva þegar við fáum krampa og þú vaknar upp með sinadrátt.

Það er um þessar fullyrðingar eða flökkusögur að segja: 

  • Fullyrðingin um að vatnsdrykkja hjálpi meltingunni er mjög þokukennd, hvernig er það mælanlegt?
     
  • Fullyrðingin um að vatn hjálpi til við að lækka blóðþrýsting er ósönn, Mayo Clinic, Amerísku hjartasamtökin og fleiri aðilar minnast hvergi á gagnsemi þess að drekka vatn til að lækka blóðþrýsting
     
  • Fullyrðingin um að vatn hjálpi innri líffærum að komast í gang á morgnanna er mjög villandi, líffæri okkar virka mjög vel upp á eigin spýtur á meðan við sofum og halda áfram að virka eftir að við vöknum
     
  • Eina hugsanlega sannleikskornið sem tengist vatnsdrykkju er að sumar rannsóknir hafa bent til þess að meiri vatnsdrykkja geti hugsanlega minnkað áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum en vatnsdrykkja kemur EKKI í veg fyrir þá.

Þetta er bara ein af þessum mýtum eða flökkusögum sem reglulega komast í mikla dreifingu á netinu og því miður er það svo að fólk tekur ótrúlega mikið mark á þessu. Sannleikurinn er sá að það er einfaldlega ekki allt satt þó það standi á netinu og mikilvægt fyrir fólk að skoða aðeins nánar þegar boðaðar eru töfralausnir.

Hinsvegar þá getur stundum verið sannleikskorn að finna í þessum sögum en oft á tíðum er búið að skreyta, bæta við, snúa út úr, slíta úr samhengi og sagan öðlast sjálfstætt líf.

Einu sinni var sagt við mig að ég ætti að ég ætti ekki að trúa þeim sem hafa fundið sannleikann, heldur ætti ég að trúa þeim sem leita hans.

Heimild: hjartalif.is