Flott hugleiðing á blautum Sunnudegi, Guðni er alltaf með þetta
Uppinn og niðrinn
Uppinn er sá sem flýgur hátt og berst mikið á í peningum og efnislegum gæðum. Niðrinn er róninn, útigangsmaðurinn sem hefur rýrt sig nægilega mikið til að ná alla leið niður á botn.
Hvor þeirra er fjær sjálfum sér?
Þeir eru á sama stað, því það sem er hátt fyrir ofan daglegt líf er langt fyrir neðan það á sama tíma.
Uppinn býr á hæðinni, á flotta stóra húsið og keyrir um á stórum sportjeppa, róninn býr í ræsinu og á engan samastað, en það sem sameinar þá er að báðir nota þeir rakspíra – róninn drekkur hann en uppinn úðar honum á sig. B
áðir eru jafn fjar- verandi, báðir í sinni neyslu, uppinn upptekinn af því að lifa hratt í veraldlegum gæðum og róninn upptekinn við að flýja velsældina, staðnaður í ræsinu, kominn á botninn.