Frá kynferðisofbeldi í heilbrigt samband Kynferðisofbeldi - Námskeið fyrir einstaklinga og pör
-Námskeið fyrir einstaklinga og pör –
Hvað er heilbrigt kynlíf? Hverjar eru afleiðingar kynferðisofbeldis á parasamband? Hvernig er hægt að eiga heilbrigt kynlíf í sambandi eftir kynferðisofbeldi.
Það að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, sama í hvaða mynd, hefur langtíma áhrif á einstakling sem fyrir því verður. Ljóst er að afleiðingar ofbeldisins gætir víða í lífinu og ekki síst þegar kemur að kynlífi eftir ofbeldið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þolendur kynferðisofbeldis eiga oft erfitt með að mynda tilfinningalega nánd í vinar/ástarsambandi. Þannig getur það reynst mörgum þolendum erfitt að sjá kynlíf sem góðan og gefandi hlut af parsambandi.
Það að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi ætti ekki að vera feimnismál, skömmin er aldrei þolandans! Það reynist hins vegar mörgum erfitt að ræða um ofbeldið og afleiðingar þess. Því er ljóst að námskeið þetta fer inn fyrir þægindarramma þátttakenda.
Námskeiðið er ætlað þolendum kynferðisofbeldis, mökum þeirra og öllum þeim sem vilja vinna að betri samskiptum og meiri nánd í sambandi sínu við maka. Tekið skal fram að enginn verði beðin um að tjá sig um eigin reynslu
Umsagnir þátttakenda:
„Á námskeiðinu fékk rödd þolandans að tala án reiði, afsökunar eða ótta við að vera tekin trúarleg. Á þann hátt þarf að ræða um þessi mál. Það er nefnilega ekki nóg að gefa leyfi fyrir því að talað sé um kynferðisofbeldi, það þarf að taka umræðuna upp á næsta stig og byrja að græða sárin. Loksins eru fagaðilar byrjaðir að vinna með þessi viðkvæmu mál.“
„Það tók mig 6 tilraunir að skrá mig, skellti námskeiðinu í „körfuna“ á netinu en hætti alltaf við í næsta skrefi, en mikið óskaplega er ég fegin því að hafa loksins fyllt út skráninguna og tekið skrefið! Ég er ykkur ævinlega þakklát fyrir að geta tekið á svona erfiðu viðfangsefni á jafn eðlilegan hátt. “
„Ég upplifði mikinn létti, það eru aðrir eins og ég og það er í lagi að líða eins og mér líður“
„Helga Lind og Teddi eru hetjur. Að ná að taka á svona viðfangsefni getur ekki verið auðvelt, en þeim tókst það af 100% einlægni“
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Theodór Francis Birgisson félagsráðjafi MA og Helga Lind Pálsdóttir félagsráðgjafi MA. Hægt er að senda þeim fyrirspurn á helgalind@lausnin.is eða theodor@lausnin.is
Námskeiðið fer fram 3. nóvember klukkan 18:00-21:00
Námskeiðið er haldið í húsnæði Lausnarinnar að Hlíðarsmára 14, 2hæð.
Verð 6.900.- kr
Skráning „HÉR“
Af vef lausnin.is