Frábær ráð frá Jennifer Aniston varðandi heilsu og lífsstíl
Jennifer Aniston varð 45 ára núna nýlega og hefur aldrei litið jafn vel út og hún gerir þessa dagana.
Hvernig fer hún að þessu? Heilbrigt líferni, líkamsrækt, hollur matur og margt fleira.
Fyrir okkur sem erum rétt skriðnar yfir fertugt og viljum líta vel út að þá eru hérna afar góð ráð frá fröken Aniston sjálfri.
Fjölbreyttar æfingar
Að gera ýmsar góðar æfingar og fjölbreyttar er miklu skemmtilegra heldur en að vera fastur í einhverri rútínu. Þú finnur meiri spennu og reynir á fleiri vöðva. Þetta heldur líkamanum vakandi.
Hófsemi er lykillinn en það má leyfa sér smá öðru hvoru
Ég borða hollt og vel og ég stunda reglulegar æfingar. En ég leyfi mér líka stundum smá óhollustu ef mig langar í...ég svelti mig ekki. Mitt ráð er: Hættu að borða óhollustu á hverjum degi.
Segðu bara OMMMM
Jóga hjálpar mér að takast á við hvað sem er. Ég mæli með því fyrir alla.
Að æfa getur verið eins og fíkn, góð fínk og það er ekkert að því
Það er mjög auðvelt að verða háður tilfinningunni sem þú færð við að æfa, eins og t.d eftir gott hlaup, að finna svitann renna niður bakið á þér. Þetta vekur líkamann alltaf.
Það er í lagi að segja “gleymdu því” ef þú ert ekki í stuði til að fara í ræktina
Hjá mér er þetta stundum svona, “ég get ekki” og “ég vil ekki” og ég held að þetta sé bara þannig að það þarf að hlusta á líkamann. Stundum þá bara er hann ekki í stuði til að hamast í ræktinni.
...en stundum að þá bíð ég í 10 mínútur og þessi tilfinning líður oftast hjá
Og svo koma dagar þar sem ég hugsa, virkilega? Ætla ég virkilega að fara? Og ef ég segi við sjálfa mig, OK, og dríf mig af stað, sest á gott tæki í 10 mínútur og byrja að finna endorfínið flæða. Þá líður mér afar vel og ég held áfram. Því þú getur ef þú vilt, komist yfir tilfinninguna “ég nenni ekki, ég vil ekki”.
Búðu til tíma fyrir ræktina sem passar inn í daglegt líf hjá þér
Ég tek alltaf með mér 8 punda lóð í hvert sinn sem ég þarf að vera á hóteli. Það er alltaf gott að gera handaæfingar á meðan ég horfi á sjónvarpið eða er í símanum. Ég elska einnig að taka góðar teygjur áður en ég fer að sofa og hendi með nokkrum magaæfingum.
Hættu að eyða tíma í æfingar sem þér líkar ekki við
Ég stunda ekki boot camp, ég þarf ekki að gera það. Ég vil bara vera í góðu formi. Ég gæti aldrei látið einhvern standa yfir mér öskrandi.
Fagnaðu aldrinum og öllu sem honum fylgir
Það er oft sagt að “youth is wasted on the young” en mér líður eins og ég sé yngri en ég er í raun og veru, mér líður betur núna en þegar ég var 25 ára. Ég er meðvitaðri um líkama og sál núna en ég var þá.
Hugaðu líka að sálarlífinu, því má ekki gleyma
Farðu til sálfræðings. Taktu til í hausnum á þér. Hreinsaðu burtu allan efa, kvíða og annað sem er að angra þig. Lærðu að þekkja þig og lærðu á sjálfið.
Heimildir: womenshealthmag.com