Fræ úr vatnsmelónunni eru afar holl – þau ætti líka að borða
Fræin úr vatnsmelónunni eru víst afar holl, prufaðu að borða þau líka þegar þú færð þér vatnsmelónu næst.

Fræin úr vatnsmelónunni eru víst afar holl, prufaðu að borða þau líka þegar þú færð þér vatnsmelónu næst.
Sumarið er tíminn segir í góðu lagi og einnig er sumarið tími ferskra ávaxta, sól og hita (á flestum stöðum).
Hjá mörgum er vatnsmelónan í miklu uppáhaldi þegar hitinn hækkar, hún er svalandi og afar rík af vatni.
Það eru ekki margir sem segja nei við freistandi sneið af vatnsmelónu.
Hins vegar eru steinar í vatnsmelónunni sem að flest allir hreinsa úr og henda, en málið er að þessir steinar er fullir af hollustu.
Í steinum úr vatnsmelónunni má finna prótein, B-vítamín, magnesíum og góðu fituna sem við öll þurfum á að halda.
Þessi efni eru afar góð til að viðhalda heilbrigðu kólestróli í líkamanum, þau virka vel á bólgur og verja hjartað.
Ekki henda steinunum, prufaðu að borða þá líka.
Fróðleikur frá dailyhealthycare.com