Fræðsluerindi um berkla og aðrar smitógnir
Um 8 milljónir manna smitast af berklum árlega. Með auknum hreyfanleika vinnuafls og fjölgun ferðamanna aukast líkur á að berklaveiki geti borist hingað til lands.
dr. Haraldur Briem
Um 8 milljónir manna smitast af berklum árlega. Með auknum hreyfanleika vinnuafls og fjölgun ferðamanna aukast líkur á að berklaveiki geti borist hingað til lands.
Um þetta ræðir dr. Haraldur Briem, sóttvarnaryfirlæknir. Hann kemur í erindi sínu inn á inflúensu og nýja stofna hennar, sem hafa verið að skjóta upp kollinum. Einnig ræðir hann um bráðalungnabólgu, sem er tiltölulega ný af nálinni.
Gert er ráð fyrir að erindið sé um 25 mínútur að lengd, og svo svarar Haraldur spurningum á eftir.
Fyrirlesturinn er mánudaginn 17. mars kl. 17:00 í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, 2.h.
Allir velkomnir. Kaffiveitingar.