Fara í efni

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu

Málþing um fæðubótarefni.
Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu

Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings undir heitinu "Fæðubótarefni - Bót eða bruðl?" á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, þriðjudaginn 25. okt 2016 kl. 20:00 

 
 

- Eru til aðgengilegar upplýsingar um fæðubótarefni? 
- Fullnægir fjölbreytt fæði næringarþörf okkar eða þurfum við fæðubótarefni? 
- Getur ofneysla fæðubótarefna reynst hættuleg? 
- Eru börn og unglingar í íþróttum að taka inn fæðubótarefni? 
- Hverjum gagnast fæðubótarefni best?

Fundarstjóri: Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur Heilsustofnunar NLFÍ. 

Frummælendur:
- Þarf ég að bæta mig? Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ og deildarstjóri Næringarstofu Landspítala.

- Hvað er fæðubót - grjót eða góð aukanæring? Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. 

- Ljómandi góð heilsa. Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti. 

- Áratuga ferill með og án fæðubótarefna. Fríða Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi og næringarfræðingur. 

Auk frummælenda sitja fyrir svörum:
- Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri Matvælastofnunar
- Svavar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fitness Sport

Allir velkomnir.
Aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt fyrir félagsmenn NLFR og NLFA.