Hilmar Sigurjónsson framkvæmdastjóri á Nings í viðtali
Byrjum á að forvitnast hvernig týpískur morgun er hjá þér ?
2 egg , avokado og kókosvatn.
Hvað áttu alltaf til í þínum ísskáp ?
Stórt heimili og mikil umferð í skápinn, það er alltaf til nóg af ávöxtum og grænmeti svo er það þetta helsta, mjólk, álegg og fl.
Hvers vegna þú fórst út í veitingarekstur ?
Ég er lærður matreiðslumaður og svo þróaðist þetta þannig að ég er búin að vera í þessu í tæp 20 ár.
Hver var kveikja að því að þið ákváðuð að leggja áherslu á heilsurétti framar öðru ?
Við sáum að þróunin í þessu gat bara farið í eina átt, þetta vantaði klárega á sínum tíma og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Við sáum vel hvernig þetta var að þróast erlendis og fórum að stað með fyrsta heilsumatseðilinn 2001.
Það var lítið í boði á sínum tíma í skyndibita nema hamborgara og pizzur, það kom svo fljótlega í ljós að þetta vantaði greinilega.
Við vorum held ég fyrstir í þessum ,,fast food,, geira til að byrja með heilsurétti og svo hefur þetta þróast með árunum og stækkað .
Hvað segið þið um þann aukna kostnað sem fylgir því að bjóða upp á mikið af grænmeti og meiri hollustu ?
Við bjóðum upp á ferskt grænmeti allt árið og tókum þá stefnu í upphafi og reynum að haga innkaupum í lífrænar vörur þar sem við getum.
Þetta er það sem viðskiptavinurinn vill og það verður alltaf dýrara að bjóða upp á þannig gæði en við setjum nafnið okkar ekki við annað en gæði . Við notum eingöngu fersk krydd og mest notum við af hvítlauk, engifer og chilly sem krydd.
Hvað getur þú sagt okkur um þá hollustu rétti sem þið eruð með, hvaða réttir eru vinsælastir og hver er þinn uppáhaldsréttur ?
Vinsælustu réttirnir okkar eru núðluréttir (eggja, green tea og bókhveitis núðlum). Við komum svo með rétt sem við köllum Tröllatrefjar sem er blanda af íslensku rífrænu byggi, heilum höfrum og rauðum grjónum ásamt kjúkling og grænmeti og hefur verið mjög vel tekið. Undanfarið hefur verið mikil vöxtur í lágkolvetna réttum hjá okkur sem saman standa af 300gr af grænmeti og 120 gr af kjöti eða fisk.
Uppáhaldið mitt er fiskur, við fáum ferskan fisk daglega hjá okkur þannig að ég borða fisk nánast alla daga.
Ég hef líka áhuga á að vita hvað þér finnst um skyndibita menningu okkar Íslendinga og í hvaða átt þú telur að hún sé að þróast ?
Þróunin er mjög góð og jákvæð, flest allir staðir sem hafa verið að opna undanfarin ár eru nánast allir inn á hollari línunni.
Fólk er orðið mjög meðvitað um hollari matarvenjur sem betur fer og er mjög vel upplýst um hollan mat.
Það er mikil vakning í hollari mat og heilsuvakningin sem er búin að vera undanfarin ár er mjög góð þróun í rétta átt.
Besta dæmið um þessa þróun í dag er vöruúrval í verslunum, miða við hvernig það var fyrir nokkrum árum síðan, þróunin er afar góð, nú er þetta orðið kappsmál hjá stæðstu búðunum að bjóða upp á frábært vöruúrval í hollari mat og þar endurspeglast það best.
Eins hefur verið mikil vakning hjá fyrirtækjum að bjóða upp á hollan mat fyrir sitt starfsfólk og erum við að senda mjög mörgum fyrirtækjum mat sem velja það frekar en t.d bakkamatinn.
Að lokum, hver er stefna ykkar varðandi upplýsingagjöf fyrir þá sem eru með fæðu ofnæmi og óþol ?
Við erum að sinna mikið af fólki með mataróþol og verðum mikið vör við að fólk er með mjólkur og glútein óþol.
Okkar stefna er að uppfylla allar þær kröfur sem við getum til að sinna þessu og það hefur gengið vel, þar sem hver og einn réttur er eldaður skammtur fyrir skammt.
Þannig getur kúnninn fengið réttinn sinn eins og hann vill. Við erum ekki með neinar mjókurvöru í okkar matargerð .
Við erum með nánast allar upplýsingar um innihald og næringu inn á heimasíðunni hjá okkur og okkar stefna er að gera eins vel og við getum til að uppfylla vætningar viðskiptarvinarins.