NÝ BÓK : Góð næring – betri árangur í íþróttum og heilsurækt
Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir, hreyfingu og aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringartengda þekkingu sína óháð því hvaða grein þeir stunda og á hvaða stigi þeir eru.
Í því felst að velja hollari fæðu sem mætir orku – og næringarþörf við mismunandi aðstæður. Í bókinni eru hagnýtar leiðbeiningar sem flestir geta nýtt sér án þess að hafa mikinn grunn í næringarfræði eða lífeðlisfræði. Bókin hentar vel til kennslu en þjálfarar, fararstjórar og ekki síst foreldrar og aðrir aðstandendur, sem sjá um matarinnkaup og matargerð á heimilinu, geta einnig haft gagn og gaman af bókinni.
Bókin er gefin út af Iðnú útgáfu með stuðningi frá ÍSÍ og Ólympíusamhjálp IOC.
HLEKKUR Á VERKEFNABÓK HÉR.
Ummæli um bók:
„Aðgengileg og auðlesin bók, góður grunnur um næringarfræði. Góð eign fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu á næringu er hentar þeirra íþróttaiðkun, sem og þá sem vilja rifja upp næringarfræðina með fókus á næringu íþróttafólks.“
Laufey Sigurðardóttir næringarrekstrarfræðingur
Mér finnst bókin skemmtilega og þægilega vel framsett sem ég ímynda mér að nái vel til breiðs hóps. Hún virkaði vel á mig sem áhugamanneskju um næringu, foreldri barnanna minna og fagmanneskju sem þjálfara/íþróttakennara og matvælafræðings.
Mér finnst líka flott hvernig Fríða Rún tekur góð dæmi um matvælin og hreyfinguna, þannig finnur fólk betur tengingu við sig persónulega.
Vel skrifuð, auðlesin og fræðandi bók!
Get hiklaust mælt með henni
Melkorka Árný Kvaran
Íþróttakennari og matvælafræðingur, framkvæmdastjóri og þjálfari Kerrupúls
Höfundurinn, Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og íþróttanæringarfræðingur, hefur frá 11 ára aldri stundað frjálsar íþróttir og götuhlaup og keppti með landsliði Íslands í frjálsíþróttum samfellt frá á árinu 1989-2010.
Fríða Rún hefur aðstoðað fjölmargt íþróttafólk og almenning í starfi sínu fyrir ÍSÍ, Landspítala Háskólasjúkrahús og World Class.
Bókin fæst í Eymundson og í vefverslun Heilsutorgs.
Nánari upplýsingar veitir: Inga Rún Sigrúnardótti, Markaðsstjóri Iðnú útgáfu, ingarun@idnu.is / GSM: 618 0480