Fara í efni

Friðsæld í febrúar

Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Friðsæld í febrúar
Friðsæld í febrúar
Friðsæld í febrúar
Friðsæld í febrúar: Tímaritið Í boði náttúrunnar, í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, stendur fyrir viðburðinum FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR. Markmiðið er að vekja athygli á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar hér og nú! Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum.
 

 Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Friðsæld í febrúar er ætlað að verða árlegur viðburður þar sem athygli er beint að hugleiðslu og þeim ávinningi sem í kyrrðinni fellst. Með tíð og tíma viljum við að litið sé á iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut.

DAGSKRÁ :Friðsældinni verður fagnað sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.00 með hóphugleiðslu sem verður haldin Í boði náttúrunnar. Á heimasíðu tímaritsins og fésbókarsíðu viðburðarins verða upplýsingar um aðila sem bjóða upp á hugleiðslu og dagskrá vikunnar kynnt. Þar verður einnig að finna fróðleik af ýmsu tagi um hugleiðslu og jákvæð áhrif hennar gegn m.a. streitu, kvíða og þunglyndi, sem hrjáir æ fleiri í þeim hraða sem einkennir samfélag okkar í dag.

Tímaritið Í boði náttúrunnar stendur fyrir viðburðinum Friðsæld í febrúar sem stendur frá 23.-28. febrúar. Markmiðið er að vekja athygli á hugleiðslu og mikilvægi þess að staldra við í amstri hversdagsins og kyrra hugann - vera til staðar hér og nú!
 
Viðburðurinn verður opnaður sunnudaginn 23. febrúar kl. 11.00  í Ráðhúsi Reykjavíkur með hóphugleiðslu og alla vikuna munu svo aðilar sem bjóða upp á hugleiðslu standa fyrir kynningum, almenningi að kostnaðarlausu. Margir aðilar hafa boðað þátttöku og dagskrá viðburðarins verður því fjölbreytt alla vikuna eins og sjá má á http://ibn.is/vidburdir/

Viðburðurinn verður opnaður á sama tíma í Hofi á Akureyri.

 

Í undirbúningshóp eru: Ásta Arnardóttir, jógakennari, Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur, Systrasamlaginu, Sóley Elíasdóttir, frumkvöðull, Tolli, myndlistarmaður, Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra ÍBN og Gyða Dröfn Tryggvadóttir, verkefnisstjóri Friðsældar í febrúar.

Nánari upplýsingar gefur Gyða Dröfn Tryggvadóttir verkefnisstjóri viðburðarins í síma 697 4545 eða netfang: gyda@tonheimar.is