Frítt mánaðarkort fyrir sextán ára hjá World Class til áramóta
Ókeypis mánaðarkort í World Class stendur nú öllum þeim til boða sem fæddir eru árið 1999, en tilboðið gildir til áramóta. Innifalið er stakur tími hjá þjálfara og frír aðgangur að Laugardalslaug, Lágafellslaug, Seltjarnarneslaug ásamt aðgangi að öllum opnum hópatímum í stöðvum World Class.
Þessu greinir m.a. VÍSIR frá en í samtali við Björn Leifsson, framkvæmdarstjóra World Class við fréttamiðilinn kemur einnig fram að hugmyndin hafi kviknað eftir að sonur hans, sem er sextán ára gamall, tók að sýna aukinn áhuga á líkamsrækt. Aldurstakmark World Class er 15 ára, en Björn segir jafnframt að þó sonur hans hafi ávallt sýnt áhuga á íþróttaiðkun hafi ræktin ekki farið að heilla fyrr en nýverið.
„Þegar hann fór svo núna að sýna meiri áhuga datt okkur í hug að gefa ungu fólki tækifæri til að prófa og gefa þeim einnig færi á að fá leiðbeiningar frá þjálfara um hvernig er best að bera sig að því það er nauðsynlegt að æfa rétt.“
Þá segir Björn jafnframt að engin annmörk séu á því hvernig unga fólkið kjósi að eyða mánaðarkortinu, meðan einhverjir kjósi að taka með félaga í tækjasalinn vilji aðrir jafnvel slaka á í pottunum og spjalla í góðu tómi.
Smellið HÉR til að lesa meira um þetta flotta tilboð til enda af vef sykur.is
Grein af vef sykur.is