Frjósemismeðferðir skila góðum árangri
Fjölmörg pör glíma við ófrjósemi og geta ástæðurnar sem liggja að baki vandanum verið margvíslegar.
Niðurstöður yfirgripsmikillar rannsóknar á hátt í 20.000 dönskum pörum gefa þó til kynna að í meirihluta tilfella takist pörum sem glíma við ófrjósemi að lokum að eiga barn.
Niðurstöðurnar voru kynntar á frjósemisráðstefnu í Helsinki í vikunni.
Rannsóknarhópurinn byggði niðurstöðurnar á gögnum frá 19.884 konum í Danmörku frá því að þær hófu frjósemismeðferð. Meðal þess sem rannsóknarhópurinn komst að var að nær þrjú af hverjum fjórum pörum sem hófu frjósemismeðferð tókst að lokum að eiga barn. 65% paranna tókst að eiga barn innan þriggja ára og 71% innan fimm ára. Einnig voru sterkar vísbendingar fyrir því að ein af hverjum þremur glasafrjóvgunarmeðferðum bæri árangur í þeim konum sem voru undir 35 ára aldri.
Auk annarra niðurstaða var að væru konur undir 35 ára aldri voru 80% líkur á því að þeim tækist að eiga barn innan fimm ára. Líkurnar féllu eftir því sem konurnar voru eldri og voru líkur á því að eiga barn með hjálp frjósemismeðferða 61% fyrir konur á aldrinum 35-40 ára en einungis 26% fyrir konur eldri en 40 ára.
Sérfræðingar segja þessar niðurstöður vera mjög hvetjandi fyrir pör sem glíma við ófrjósemi og megi í raun yfirstíga flestar hindranir tengdar ófrjósemi. Aldur kvenna er mikilvægasti þátturinn í því hvort meðferðir virka eða ekki en auk þess áttu þær konum með BMI stuðul undir 30 og reyktu ekki betri möguleika á að geta barn.
Í samtali við fréttastofu BBC sagði Nick Macklon, prófessor við University of Southhampton: “Það munu alltaf vera einstaklingsbundnir þættir sem hafa áhrif á horfur einstaklings, en á heildina litið sýna [niðurstöðurnar] okkur að frjósemismeðferðir eru að virka”.
Grein af vef hvatinn.is