Fróðleiksmoli: Ristruflanir
Ristruflanir hrjá stóran hluta karlmanna einhverntíma á ævinni. Ástæðurnar eru mjög mismunandi en mikilvægt er að hafa í huga að ristruflanir geta verið undanfari eða vísbending um undirliggjandi hjarta eða æðasjúkdóm.
Ristruflanir hrjá stóran hluta karlmanna einhverntíma á ævinni. Ástæðurnar eru mjög mismunandi en mikilvægt er að hafa í huga að ristruflanir geta verið undanfari eða vísbending um undirliggjandi hjarta eða æðasjúkdóm.
Það sem kannski flestir sem þjást af þessu eiga sameiginlegt, er að ekki er rætt meira um vandamálið en nauðsynlegt er og stundum varla það.
Víða erlendis hefur þó orðið mikil breyting á og er talið að það megi þakka það að áberandi auglýsingum frá framleiðendum lyfja við ristruflunum eins og cialis, viagra, levitra og stendra svo dæmi sé tekið.
Þar sem auglýsingar á lyfseðilskildum lyfjum eru bannaðar á Íslandi höfum við farið á mis við mikið af þeim boðskap sem fram kemur í auglýsingum sem leyfðar eru víða erlendis. Er talið að þær hafi haft mikil áhrif, vakið athygli á vandanum og dregið umræðuna fram í dagsljósið.
Verður að segjast eins og er að það mætti gjarnan hvetja innflytjendur þessara lyfja til að koma boðskap sýnum á framfæri hér á landi með einhverjum ráðum.
Þrátt fyrir aukna meðvitund á ristruflunum hafa margir ekki raunverulegan skilning á þessu ástandi.
Hér eru nokkur atriði sem gott er að vita um ristruflanir:
- Ristruflanir stafa oft af sjúkdómi eða ástandi sem verður algengara með hækkandi aldri og eða aukaverkun af lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla sjúkdóma.
- Önnur hugsanleg ástæða ristruflana getur verið vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli, streitu, vandamálum í sambandinu og þunglyndi.
- Aldur getur haft mikil áhrif á getu manns til að fá holdris. Vefir verða ekki eins sveigjanlegir og taugboð verða hægari. En jafnvel þessi atriði útskýra ekki mörg tilfella ristruflana.
- Hjarta og æðasjúkdómur er algeng orsök ristruflana. Æðahrörnun vegna fituútfellinga (atherosclerosis) hefur ekki aðeins áhrif á æðarnar í kringum hjartað, heldur um allan líkamann.
- Staðreyndin er sú að hjá um 30% þeirra karla sem leita ...LESA MEIRA