Fara í efni

Fullkominn smoothie fyrir barnshafandi konur

Þessi drykkur er stútfullur af þeim bestu næringarefnum sem barnshafandi konur þurfa á meðgöngunni.
Fullkominn smoothie fyrir barnshafandi konur

Þessi drykkur er stútfullur af þeim bestu næringarefnum sem barnshafandi konur þurfa á meðgöngunni.

Í honum er mangó

Fullt af vítamínum eins og A, C og B, ásamt kalíum og trefjum. Þegar þú ert ófrísk þá þarf líkaminn meira af járni og er C-vítamín afar gott til að hjálpa líkamanum að nýta það betur. Einnig eru trefjar mikilvægir til að koma í veg fyrir hægðartregðu.

Grískt jógúrt

Það inniheldur mikið af próteini sem er mikilvægt fyrir frumuvöxt. Einnig er þetta jógúrt ríkt af kalki.

Chia fræ

Þau eru rík af trefjum, próteini, omega-3, kalki og öðrum steinefnum. Ómega -3 er mikilvægt fyrir heila barnsins sem þú gengur með.

Spínat

Í spínati má finna folate sem er afar gott fyrir ófrískar konur. En það má ekki gleyma að taka fólín sýru þó þú sért að borða spínat. Einnig er spínat ríkt af kalki og járni.

Appelsínusafi

Hann er mjög svo ríkur af C-vítamíni. Vítamínið sem hjálpar járninu að vinna vel með líkamanum. Einnig dregur það úr bólgum og er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á kollageni.

Uppskrift er fyrir tvo drykki.

Hráefni:

295 ML af appelsínusafa

½ bolli af hreinum grískum jógúrt

2 msk af chia fræjum

1 ½ bolli af frosnu mangó

2 bollar af fersku spínati

Leiðbeiningar:

Blandið öllu hráefni saman í öflugan blandara og látið blandast þar til drykkur er mjúkur.

Hellið í glös og berið fram strax.

Óhætt er að geyma drykkin í ísskáp í einn dag eða svo.

Njótið vel!