Fullt hús matar
Egg eru æðisleg. Egg eru holl. Eitt á dag er gott fyrir alla.
Eggið hefur legið undir ásökunum og fengið á sig slæmt orð á síðustu árum, þá sérstaklega eggjarauðan.
Rannsóknir vilja meina að eggjarauðan geti verið valdur af of háu kólestróli í blóði, en það á ekki að forðast að borða egg.
Þau eru full af próteini og vítamínum, t.d A-vítamíni, kalíum og mörgum B-vítamínum eins og t.d Fólín sýru, choline og biotin. Allt þetta er pakkað saman inn í þennan litla gimstein sem eggið er.
Prótein úr eggjum er auðvelt fyrir líkamann að vinna úr sem auðveldar að byggja upp vöðva. Egg geta hjálpað til við að draga úr hættunni á krabbameini, þau geta hjálpað þér í baráttunni við aukakílóin og þau eru góð fyrir augun og þá er ég að tala um sjónina.
Það er samt mælt með að borða ekki eggjarauðuna í hvert sinn sem þú færð þér egg. Þú getur t.d hrært saman nokkrum eggjahvítum ásamt einu heilu eggi og þannig nærðu þér í gott prótein og næringaríka máltíð.
Í eggjum er þetta helst:
- Prótein
- D-vítamín
- A-vítamín
- B2, B6 og B12-vítamín
- Fólín sýra
- Járn
- Kalk
- Kalíum
- Phosphorus
Munið bara að allt er gott í hófi.