Fyllt Rauð paprika með hýðisgrjónum og "asian" pesto
Fylltar paprikur eru dásamlegur kvöldverður - þú bara verður að prufa þessa uppskrift.
Þessi uppskrift er fyrir 4.
Fyllt paprika:
4 stk rauð paprika
4 msk sólþurkaðir tómatar
1 stk hvítlauksgeiri
1/2 stk rauðlaukur
200 g rifnar gulrætur
200 g soðnar sætar kartöflur
200 g soðnar rauða linsubaunir (ef niðursoðnar, skola undir köldu vatni)
50 g rifin parmesanostur
1/2 tsk salt
1 tsk karrýduft
1 tsk paprikuduft
1 msk ferskt saxað koriandir
Aðferð:
Paprikan er skorin í tvennt og kjarninn hreinsaður innan úr, hún síðan lögð í eldfast fat með opna endann upp. Afgangnum af hráefninu er blandað létt saman í matvinsluvél og fyllingunni skipt jafnt í hráa paprikuna.
Paprikan er bökuð við 200°C með loki á í 20 mínútur og síðan í 10 mínútur til viðbótar án loksins.
Hýðisgrjón:
2 bollar hýðishrísgrjón
6 bollar vatn
1 msk olía
1 tsk salt
Aðferð:
Hrísgrjónin eru soðin í potti með loki í um það bil 30-40 mínútur.
"Asian" pestó
100 g klettasalat
1/2 búnt myntulauf
1 stk hvítlauksgeiri
1/2 stk rautt chilli
1 msk saxað engifer
safi úr 1 lime
100 ml olífuolía
100 g kasjúhnetur
20 gr parmesan ostur
1/2 tsk salt
Aðferð:
Allt hráefnið er maukað saman í matvinsluvél og smakka með saltinu. Það er gott að bera fram ferskt klettasalat og rifin parmesanost með paprikunni.
Höfundar uppskriftar eru:
Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og
Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.