Fyrirlestur: Veröldin víkur fyrir þeim sem vita hvert þeir ætlar sér
Í samstarfi við Eins og Fætur Toga verð ég, Fjóla Signý, með hvetjandi fyrirlestur um hvernig ég hef náð árangri í frjálsum þrátt fyrir að hafa greinst með vefjagigt og lent í tveimu bílslysum.
Ég er með vefjagigt og hef eflaust verið með frá því ég var barn, en krassaði alveg eftir ég lenti í tveimur bílslysum árið 2013. Þá gat ég ekkert gert og var með sjúklega verki alla daga í marga mánuði. Mjööööög rólega er ég búin að koma mér aftur af stað og komin í mitt besta form 6 árum seinna. Ég varð tvöfaldur Smáþjóðleikameistari og íslandsmeistari í sjöþraut í sumar.
Sigrún sjúkraþjálfari í Þraut hefur fengið leyfi hjá mér að segja stuttlega mína sögu þegar hún hefur verið að tala á ráðstefnum og með fyrirlestra um vefjagigt. Vekja athygli á því að ungt hraust fólk geti líka verið með vefjagigt ofl. Nú langar mig að segja mína sögu sjálf.
Ég segi mína sögu, hvernig ég æfi og hvernig ég næ að styrkja mig og halda mér í formi. Einnig kem ég inn á hvernig ég borða, sef og hvernig gengur að eiga lítið barn og reyna að æfa og vinna.
Markmið mitt er að reyna að hvetja sem flesta áfram. Ég veit að það getur alveg skipt sköpum að fá hvatningu til að fá sig til að halda áfram. Ég er svo sannalega ánægð með að ég hafi ekki gefist upp á að reyna að koma mér í form á erfiðum tímum, það hafa verið svo margir erfiðir dagar á þessum 6 árum”
Aðgangurinn kostar 2.500 kr og allur ágóði fer óskiptur í að fjármagna æfingaferð sem ég ætla í á næsta ári.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/KdX7V1ambxZ4uHbCA
Lagt er beint inn á Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss Kt 690390-2729, Banki: 0152-05-075245 og kvittun skal sendast á fjolasigny@gmail.com