Foreldrar eru fyrirmyndin
Staðreyndir:
- Um 20% íslenskra barna eru of þung
- Meðalþyngd drengja hefur aukist um tæp 3kg á síðustu 20 árum
- Meðalþyngd stúlkna aukist um rúmlega 2,5kg á sama tíma
Skammtastærðir á matsölustöðum hafa stækkað mjög á síðustu 20 árum
- Ostborgarinn um 257 hitaeiningum ríkari en fyrir 20 árum
- Múffan er 290 hitaeiningum ríkari en fyrir 20 árum
- Pepperóni pizza 350 hitaeiningum ríkari
Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi 2003-2004 á mataræði 9 og 15 ára barna kom meðal annars í ljós að:
- Innan við 15% barnanna fylgja ráðleggingum manneldisráðs um að borða að minnsta kosti 200g á dag af ávöxtum
- Um 1% barnanna fylgja ráðleggingum manneldisráðs um að borða 200 g af grænmeti á dag.
- Þau borða ekki nóg af trefjum eða fiski
- 9 ára börn drekka um 350ml á dag (2,5 L á viku) af gos- og svaladrykkjum
- 15 ára börn drekka um 550ml á dag (4 lítra á viku) af gos- og svaladrykkjum
- 18% 9 ára barna taka lýsi daglega
- 3% 15 ára barna taka lýsi daglega
- um 30% orkunnar hjá 15 ára börnum kemur úr fæðuflokkum sem gefa mjög litið af vítamínum og steinefnum
Þetta eru bara nokkrar af niðurstöðum rannsóknarinnar og eru þær vægast sagt uggvænlegar. Hvað getum við gert til að sporna við frekar þróun í þessa átt?
Þetta kemur okkur öllum við og við þurfum því að líta í eigin barm.
Við foreldrarnir erum FYRIRMYNDIN. Við þurfum að velja fæðuna rétt sjálf og kenna börnunum okkar að velja rétt.
Staðreyndin er sú að markaðssetningu óhollrar fæðu er beint að börnum. Auglýsingar á óhollu fæði hafa aukist á meðan auglýsingum á hollu fæði hefur fækkað. Valið er ekki auðvelt fyrir börnin og því þurfum við foreldrarnir að vera góðar fyrirmyndir og kenna börnunum rétt val.
Við þurfum því að gera börnunum grein fyrir hvað sé hollt og hvað sé óhollt fæði. Flest vitum við hvað hollir lifnaðarhættir fela í sér, varðandi mataræði og hreyfingu en oft vantar töluvert uppá að við breytum samkvæmt því.
Munum bara að ábyrgðin er okkar foreldranna
Lífsstíll foreldra endurspeglar lífsstíl barna þeirra.
Heimildir: islenskt.is