Gamall heili eins og gömul tölva
Wall Street Journal var með grein í vetur þar sem viðteknum hugmyndum um ellina var kollvarpað.
Þar voru ýmsar goðsagnir teknar fyrir og afsannaðar og þessi litla klausa fjallar nánar um hvernig heilinn hrörnar, eða öllu heldur hrörnar ekki með aldrinum og er hér þýdd og endursögð.
Þegar við eldumst, breytist heilinn. Ákveðnir hlutar hans, þar með talinn framheilinn, skreppa saman. Taugafrumurnar sem flytja skilaboð í heilanum verða ekki jafn sprækar og áður. Afleiðing þessa er að einbeiting og minni minnka og einnig færnin til að greina vandamál og leysa þau. Þetta byrjar að gerast hjá einstaklingnum uppúr þrítugu.
Hæfileikar eldra fólks vanmetnir
Gamall heili er eins og tölva sem er farin að eldast, það tekur hann lengri tíma að finna upplýsingar og vinna úr þeim. Þetta segir Denise Park, prófessor við Háskólann í Texas. Nýjar uppgötvanir sýna hins vegar – ef fólk með elliglöp er frátalið – að eldra fólk stendur sig betur í daglegu lífi, en það gerir á prófum sem mæla vitsmunalega færni. Dæmigerð rannsóknarverkefni vanmeta hæfileika þeirra sem eldri eru, segir prófessor í Háskólanum í Toronto.
Stendur sig betur í raunveruleikanum
„Til að mæla hreina vitsmunalega færni hanna vísindamenn verkefni, sem „lágmarka áhrif fyrri reynslu“ á frammistöðu. Þessi tilraunaverkefni segja okkur hvað fólk getur gert við tilbúnar aðstæður“, að sögn prófessors í Virgina. En hann segir einnig að við raunverulegar aðstæður, sé flest sem við gerum byggt á þekkingu sem við höfum viðað að okkur smám saman. Þar sem þekking og reynsla eykst með aldrinum, gerir eldra fólk sem er prófað í aðstæðum sem það þekkir, ekki þær villur sem skjóta upp kollinum þegar það tekur próf í rannsóknar – eða skólastofum.
Háskólanemar hafa forskot
Yngra fólk sem er komið til fullorðinsára, hefur ákveðið forskot á prófum í skólaumhverfi, sem hefur ekkert með þekkingu þess að gera. Þar sem háskólakennarar fá oft nemendur til að taka þátt í rannsóknarverkefnum, eru þeir mun æfðari í að vinna í slíku umhverfi en eldri þáttakendur.
Jákvæðni skiptir máli . . . LESA MEIRA