Fara í efni

Gary Taubes er einn þeirra fyrirlesara sem munu koma fram á Foodloose ráðstefnunni í Hörpu 25. maí næstkomandi

Gary Taubes er einn þeirra fyrirlesara sem munu koma fram á Foodloose ráðstefnunni í Hörpu 25. maí næstkomandi. Erindi hans ber yfirskriftina „Af hverju fitnum við: Offita 101 og insúlíntilgátan um orsök offitu“
Gary Taubes er einn þeirra fyrirlesara sem munu koma fram á Foodloose ráðstefnunni í Hörpu 25. maí n…

Gary Taubes er einn þeirra fyrirlesara sem munu koma fram á Foodloose ráðstefnunni í Hörpu 25. maí næstkomandi. Erindi hans ber yfirskriftina „Af hverju fitnum við: Offita 101 og insúlíntilgátan um orsök offitu“


 Taubes er vel þekktur og verðlaunaður vísindablaðamaður sem hefur bakgrunn á sviði eðlis- og verkfræði auk meistaragráðu í blaðamennsku. Næring og heilsa hafa verið honum sérstaklega hugleikin um langa hríð og hefur hann komið fram með byltingarkenndar hugmyndir í þeim efnum.

 Eftir nám hóf Taubes störf sem blaðamaður hjá Discover magazine en þar vann hann við að yfirfara og greina rannsóknir sem aðrir vísindamenn höfðu gert og kanna hvort þær stæðust nánari skoðun. Taubes skapaði sér gott orðspor á þessu sviði og skrifaði fjölmargar greinar og bækur um rannsóknir sem voru titlaðar byltingarkenndar en reyndust ekki byggðar á gagnreyndri þekkingu.

 Upp úr aldamótum hóf Taubes að greina rannsóknir sem gerðar voru á sviði næringar og árið 2002 skrifaði hann greinina "What if It's All Been a Big Fat Lie?" fyrir New York Times sem markar líklega upphaf frægðar hans. Í greininni dregur hann í efa árangur og ávinning af lágfitumataræði. Greinin vakti hörð viðbrögð meðal fræðimanna sem ásökuðu Taubes um slæleg vinnubrögð og vanþekkingu. En það stöðvaði hann ekki.

 Árið 2007 gaf Taubes út bókina "Good Calories, Bad Calories: Challenging the Conventional Wisdom on Diet, Weight Control, and Disease". Um er að ræða rúmlega 600 blaðsíðna bók sem tók hann fimm ár að skrifa og byggir á viðtölum við rúmlega 600 lækna, vísindamenn og stjórnendur. Í bókinni færir hann sterk rök fyrir því að ráðleggingar um lágfitumataræði byggi á veikum grunni og leggur jafnframt fram þá kenningu að þyngdaraukning stafi fremur af ofneyslu á unnum kolvetnum, t.d. sykri og hveiti, en ekki ofneyslu á hitaeiningum.

 Taubes heldur því einnig fram að þessi mikla neysla á unnum kolvetnum beri ábyrgð á stórum hluta hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, krabbameina auk fleiri meinsemda sem hrjáir fólk í dag.

Þremur árum síðar gaf Taubes út aðra bók "Why we get fat" þar sem hann greinir næringarrannsóknir samtímans og tengir við mannfræðilegar staðreyndir. Í bókinni setur hann fram kosti þess að takmarka kolvetnainntöku til þess að draga úr losun insúlíns í líkamanum.

Taubes leggur þar aftur áherslu á að ekki sé samasem merki milli þess að vera feitur og að borða mikið og hreyfa sig lítið eða að vera grannur og borða minna og hreyfa sig meira. Taubes telur þetta ekki svo einfalt og mun skýra þær hugmyndir sínar á Foodloose í maí. 

HÉR má lesa um FOODLOOSE ráðstefnuna.