Gazpacho - köld tómatsúpa
Svalandi og góð.
1,5 kg velþroskaðir íslenskir tómatar
1 íslensk agúrka, flysjuð
1 rauðlaukur
1 meðalstór paprika
3 hvítlauksrif
4 sneiðar af hvítu brauði, ristaðar og skorpulausar
1 bolli extra-virgin ólífuolía
salt og nýmalaður pipar til bragðbætis
Hreinsið tómatana og skerið burt greinasár. Setjið í matvinnsluvél og maukið algerlega. Sigtið í frekar grófu sigti, hendið hratinu og haldið safanum eftir. Skerið þvínæst allt annað grænmetið í bita og maukið eins fínt og kostur er í matvinnsluvél. Blandið saman við tómatsafann. Setjið allt saman aftur í matvinnsluvél (gætuð þurft að gera það í skömmtum) og blandið ólífuolíunni saman við.
Berið fram í fallegri skál. Setjið gjarnan nokkra ísmola útí til að kæla og dreifið nokkrum brauðmolum yfir rétt áður en borið er fram.
Skerið agúrkur í lítíl strá og berið fram með í skál, einnig brauðmola, ólífuolíu, salt og pipar. Hver og einn gestur getur þá bætt í súpuna að eigin vali. Frábær tilbreyting er að mauka vatnsmelónu í matvinnsluvél og bæta út í súpuna.
Einnig má bera fram melónusafann í könnu svo hægt sé að bæta útí að vild, jafnvel bara í síðasta skamtinn.
Tekið af vef islenskt.is