Fara í efni

Geggjaðar muffins, peru, macadamia og quinoa

Þessi uppskrift gefur um 12 muffins. Ef þú átt ekki quinoa þá máttu nota heilhveiti í staðinn.
Rosalega góðar þessar
Rosalega góðar þessar

Þessi uppskrift gefur um 12 muffins. Ef þú átt ekki quinoa þá máttu nota heilhveiti í staðinn.

Hráefnið:

1 bolli af heilhveiti

½ bolli af quinoa

3 tsk matarsóda

2 tsk kanill

1 bolli af höfrum

½ bolli af dökkum púðursykri

2 egg

1 bolli af vanillumjólk eða léttmjólk

½ bolli af macadamian olíu eða kókósolíu

1 pera, afhýdd og skorin smátt

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn á 180° og takið muffins form sem tekur 12 kökur og settu smjörpappír í hólfin.

Blandaðu saman hveitinu, matarsóda, kanil, höfrum og púðursykri í stóra skál.

Í aðra skál skaltu setja eggin, vanillumjólkina og olíuna. Blandaðu þessu saman og helltu í stóru skálina og hrærðu vel saman.

Skelltu núna perunni saman við og passaðu að hún blandist saman við allt deigið.

Taktu skeið og settu deigið í muffins formin og passaðu að hafa jafnt í hverju hólfi fyrir sig.

Látið bakast í 12 til 15 mínútur.

Njótið~