Geggjaður þessi – EngiberjaHafra smoothie
Það er ekkert til sem heitir Engiber, að ég held, en þegar þú blandar saman bláberjum og engifer þá ertu komin með Engiberjadrykk.
Það er ekkert til sem heitir Engiber, að ég held, en þegar þú blandar saman bláberjum og engifer þá ertu komin með Engiberjadrykk.
Skemmtileg blanda af hráefnum í þessum drykk.
Þetta er sannkallaður morgunverðadrykkur með höfrum.
Uppskrift er fyrir einn drykk.
Hráefni:
¼ bolli hafrar
½ bolli af frosnum bláberjum
½ bolli af hreinum jógúrt
½ bolli af ísmolum
2 msk af púðursykri – má sleppa
¼ - ½ tsk af rifnu engifer
Leiðbeiningar:
Skelltu höfrum og ½ bolla af vatni í blandarann. Leyfðu þessu að liggja saman til að hafrar mýkist í c.a korter.
Bætið nú bláberjum og rest af hráefnum saman við, skellið á mesta hraða og blandið þar til drykkur er mjúkur og freiðandi.
Hellið í glas og drekkið strax, njótið vel!