Gervisykur og offita - Guðni með hugleiðingu dagsins
UM GERVISYKUR
Sykurlausir gosdrykkir eru kynntir til sögunnar sem orkulausir drykkir – án hitaeininga. Margar fleiri vörur eru bragðbættar með gervisykri af ýmsu tagi. Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stútfullt af hitaeiningum.
En málið er ekki svona einfalt. Margt bendir til þess að með neyslu gervisykurs getir þú valdið offitu, þrátt fyrir að hann innihaldi engar hitaeiningar. Þegar þú drekkur sykurlausan gosdrykk sendirðu líkamanum þau skilaboð að hann sé að fá næringu. En hann fær enga næringu, sem aftur eykur hungrið og þörfina á mat og saðningu.
Þar að auki innihalda langflestir sykurlausir gosdrykkir ýmis aukefni sem eru erfið fyrir líkamann – og margir þeirra eru saltaðir með unnu salti (til að ýta undir þorsta svo að við drekkum meira).
Sýrustig líkamans eykst þegar við innbyrðum sykurlausa gosdrykki – og líkami með hátt sýrustig kallar á mat og næringu.
Í þessu tilfelli gildir (eins og áður) að það skiptir meira máli hvað þú ert ekki að fá en hvað þú ert að fá. Líkaminn heldur að hann sé að fá næringu en grípur í tómt.