Fara í efni

Gervisykur – skaðlaus eða hvað?

Talið er að gervisykur kveiki á glúkósaofnæmi með því að breyta örlífverubúskap í maga og þörmum.
Þekktar umbúðir sem innihalda gervisykur
Þekktar umbúðir sem innihalda gervisykur

Talið er að gervisykur kveiki á glúkósaofnæmi með því að breyta örlífverubúskap í maga og þörmum.

Kaloríulaus sætuefni (Non-caloric artificial sweetners (NAS)) er algengasta aukaefni sem notað er í mat um allan heim og neytt af bæði grönnum og þeim sem eru í offitu hópnum.

Hingað til hafa þau verið talin skaðlaus þrátt fyrir mikla gagnrýni sem verður sífellt háværari.

Hið alþjóðlega tímarit Nature birti niðurstöður úr rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol og forstig á sykursýki bæði hjá mönnum og músum.

Í rannsókninni voru notuð efnin sakkarín, súkralósi og aspartam. Niðurstöðurnar voru sláandi.

Hjá músunum brenglaðist sykurþolið og var ástæðan sú að þarmaflóran hjá þeim breyttist.

Hjá þeim sjö einstaklingum sem fengu það verkefni að taka inn töluvert magn af gervisykri í ákveðin tíma leiddi í ljós að fjórir af þessum einstaklingum fengu sykurbrenglun.

Lesa má um þessa rannsókn HÉR.

Heimild: nature.com