Girnileg uppskrift af rauðkálssalati með mandarínum
Það eru margir sem tengja rauðkál við jólin og veisluhöld en það þarf ekki að vera svo, rauðkál er hitaeiningasnautt, aðeins 27 heitaeiningar (kcal) í 100 gr. Það er einnig mjög góð uppspretta C-vítamíns. Auk þess er í því járn og kalk.
Girnilegt ekki satt ?
Það eru margir sem tengja rauðkál við jólin og veisluhöld en það þarf ekki að vera svo, rauðkál er hitaeiningasnautt, aðeins 27 heitaeiningar (kcal) í 100 gr.
Það er einnig mjög góð uppspretta C-vítamíns. Auk þess er í því járn og kalk. Ystu blöin eru vítamínríkust.
Rauðkál er mjög trefjaríkt og gott fyrir heilsuna.
Hráefni:
350 g niðursneitt rauðkál (1/2 meðalstór haus)
4 mandarínur
1/2 rautt epli
25 g pekanhnetukjarnar (eða valhnetukjarnar), grófmuldir
1 msk möndluflögur
4 msk góð ólífuolía
1 msk balsamedik eða rauðvínsedik
nýmalaður pipar
salt
Leiðbeiningar:
Rauðkálið skorið í mjóar ræmur og sett í skál. Mandarínurnar afhýddar, skipt í geira og þeir e.t.v. skornir í tvennt. Eplið flysjað, kjarnhreinsað, skorið í litla bita og blandað saman við rauðkál og mandarínur, ásamt hnetum og möndlum. Olía, edik, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað vel.
Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir/islenskt.is